Formaður KKÍ um innherjaupplýsingarnar: „Getur haft alvarlegar afleiðingar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 12:30 „Þetta er því miður eitthvað sem við höfum verið með áhyggjur af í nokkurn tíma og að sama skapi hlutur sem við höfum verið að ræða um við félögin.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, um innherjaupplýsingar sem leikmenn í Domino´s-deild karla láta af hendi til tveggja manna sem síðan selja þær á veðmálaáskriftasíðu sinni. Vísir fjallaði um málið í morgun. „Hagræðing úrslita er það sem við höfum mestar áhyggjur af en það virðist ekki tengjast þessu. Það er samt alvarlegt þegar verið er að hafa samband við leikmenn deildarinnar til að geta staðið sig betur í veðmálastarfsemi,“ segir Hannes. „Þetta tengist allt saman þessari miklu vá sem vofir yfir íþróttahreyfingunni sem við höfum til dæmis talað um á fundi með leikmönnum og foreldrum yngri landsliða.“ Það er ekki að ástæðulausu að KKÍ ræði þessi málefni við yngri kynslóðina. Fyrir nokkrum árum komst það upp að leikmanni U16 ára landsliðs Íslands var boðin nýjasta tegund snjallsíma fyrir að brenna af vítaskoti í landsleik. „Það er töluvert um að verið sé að veðja á yngri landsliðin. Við ræðum þetta alltaf á fundi á milli jóla og nýárs með leikmönnum og foreldrum. Þar snýst ein glæran einungis um það að láta okkur vita af einhver hefur samband við krakkana sem teljast óeðlileg samskipti,“ segir Hannes. Hannes segir hagræðingu úrslita ekki eiga við í tilvikinu sem Vísir skrifaði um í morgun en þetta sé eitthvað sem KKÍ þurfi að taka alvarlega fyrir og spyrja sig hvaða reglur sé hægt að móta fyrir félögin og leikmennina. „Veðmál eru komin til að vera. Það er enginn svo barnalegur að halda að svo sé ekki. Þess vegna þarf körfuboltafólk að passa sig alveg ofboðslega mikið,“ segir formaðurinn. „Ég hvet alla, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnarmenn, að gefa sem minnstar upplýsingar um sín lið ef einhver hefur samband. Á einhverjum tímapunkti getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið persónulega eða þeirra lið,“ segir Hannes S. Jónsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Þetta er því miður eitthvað sem við höfum verið með áhyggjur af í nokkurn tíma og að sama skapi hlutur sem við höfum verið að ræða um við félögin.“ Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, um innherjaupplýsingar sem leikmenn í Domino´s-deild karla láta af hendi til tveggja manna sem síðan selja þær á veðmálaáskriftasíðu sinni. Vísir fjallaði um málið í morgun. „Hagræðing úrslita er það sem við höfum mestar áhyggjur af en það virðist ekki tengjast þessu. Það er samt alvarlegt þegar verið er að hafa samband við leikmenn deildarinnar til að geta staðið sig betur í veðmálastarfsemi,“ segir Hannes. „Þetta tengist allt saman þessari miklu vá sem vofir yfir íþróttahreyfingunni sem við höfum til dæmis talað um á fundi með leikmönnum og foreldrum yngri landsliða.“ Það er ekki að ástæðulausu að KKÍ ræði þessi málefni við yngri kynslóðina. Fyrir nokkrum árum komst það upp að leikmanni U16 ára landsliðs Íslands var boðin nýjasta tegund snjallsíma fyrir að brenna af vítaskoti í landsleik. „Það er töluvert um að verið sé að veðja á yngri landsliðin. Við ræðum þetta alltaf á fundi á milli jóla og nýárs með leikmönnum og foreldrum. Þar snýst ein glæran einungis um það að láta okkur vita af einhver hefur samband við krakkana sem teljast óeðlileg samskipti,“ segir Hannes. Hannes segir hagræðingu úrslita ekki eiga við í tilvikinu sem Vísir skrifaði um í morgun en þetta sé eitthvað sem KKÍ þurfi að taka alvarlega fyrir og spyrja sig hvaða reglur sé hægt að móta fyrir félögin og leikmennina. „Veðmál eru komin til að vera. Það er enginn svo barnalegur að halda að svo sé ekki. Þess vegna þarf körfuboltafólk að passa sig alveg ofboðslega mikið,“ segir formaðurinn. „Ég hvet alla, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða stjórnarmenn, að gefa sem minnstar upplýsingar um sín lið ef einhver hefur samband. Á einhverjum tímapunkti getur þetta haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið persónulega eða þeirra lið,“ segir Hannes S. Jónsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Fá upplýsingar frá leikmönnum í körfuboltanum og selja þær á veðmálasíðu Tveir fyrrverandi körfuboltamenn standa að síðu sem hjálpar fólki að græða peninga á Domino´s-deildinni. 2. mars 2017 09:45