Nýr tónn í Trump Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2017 08:12 Mike Pence og Paul Ryan klappa fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar. Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu ræðu fyrir framan báðar deildir þingsins í nótt. Óhætt er að segja að tónninn í ræðunni hafi verið öðruvísi en í öðrum ræðum hans. Þar ræddi forsetinn um kaflaskil í sögu Bandaríkjanna og endurnýjun þjóðarsálarinnar. Trump kallaði eftir sameiningu og fordæmdi skemmdarverk í grafreitum gyðinga og skotárás í Kansas þar sem indverskur maður var skotinn til bana. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vera lengi að bregðast við og fordæma hatursglæpi og hótanir. Vinsældir Trump hafa ekki verið miklar, samkvæmt könnunum, en svo virðist sem að ræðu hans hafi verið vel tekið meðal þjóðarinnar.Trump fylgdi handritinu í klukkutímalangri ræðu sinni, en hann lagði ekki fram stefnuatriðið á ítarlegan hátt og þá sérstaklega varðandi skattastefnu. Hann hét því að enduruppbyggja innflytjendakerfi Bandaríkjanna, fjölga og bæta störf og lofaði „massífum“ skattalækkunum á millistéttina og fyrirtæki.Trump kallaði eftir mikilli fjárútlátaaukningu í uppbyggingu innviða og hernaðar. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Atlantshafsbandalagið og það að meðlimir NATO þyrftu að borga sinn meira. Hann hét því að byggja vegginn, en nefndi ekki sérstaklega að þessu sinni að Mexíkó myndi borga fyrir hann. Skortur á nákvæmni í ræðu forsetans leiddi til samdráttar í vexti hlutabréfa, sem hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin misseri. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja fjárfesta eiga erfitt með að átta sig á stefnunni sem eigi að taka.Ræða Trump í heild sinni. Sjö mínútna samantekt PBS Ræðunni var vel tekið samkvæmt könnun CNN. Samanburður CNN á ræðu Trump í nótt og ræðu hans á innsetningarathöfninni í janúar.
Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Sjá meira