Gunnar var miklu betri í fyrstu lotu og valdi höggin sín vel. Hann kom Jouban í gólfið í Bandaríkjamaðurinn varðist vel og lifði af fyrstu fimm mínúturnar. Hann lifði þó ekki lengi í annarri lotu.
Íslenski bardagakappinn landaði góðu höggi sem vankaði Jouban og kom honum í gólfið. Eftirleikurinn var auðveldur en Gunnar kláraði bardagann á fyrstu mínútunni í annarri lotu með hengingartaki sem kallast guillotine eða fallöxin. Virkilega vel gert.
Gunnar er nú búinn að vinna tvo bardaga í röð eftir sigur á Albert Tumenov í maí í fyrra og þykir nokkuð ljóst að hann ætti að fá nokkuð stóran bardaga aðeins síðar á árinu.
Öll O2-höllin var á bandi Gunnars sem klappaði og stappaði og tók meira að segja Víkingaklappið þrisvar sinnum í miðjum bardaganum.
Viðtalið við Gunnar er væntanlegt hér á Vísi.

