Undrabörn og ofurmeistarar á Reykjavíkurskákmótinu Svavar Hávarðsson skrifar 18. mars 2017 07:00 Undrabörn hafa alltaf sóst eftir að tefla í Reykjavík – hér situr að tafli Wei Yi, skákmaður sem spáð er miklum frama. vísir/valli GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 er hið sterkasta í rúmlega hálfrar aldar sögu mótsins og gæti ennfremur orðið það fjölmennasta. Þegar er 251 skákmaður skráður til leiks frá 46 löndum. Þrír ofurstórmeistarar tefla, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, auk undrabarna og goðsagna úr sögu mótsins. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að fjöldametið frá því árið 2015 sé í verulegri hættu. Eins og áður sagði er 251 skákmaður skráður til leiks. Þar af eru 69 Íslendingar. Fjölmennastir gestanna eru Indverjar sem eru 29 talsins. Í næstu sætum eru Bandaríkin en þaðan koma tuttugu skákmenn, þrettán frá Kanada en einnig mæta stórir hópar Hollendinga, Svía, Englendinga og Þjóðverja. „Mótið, sem stendur dagana 19. til 26. apríl, hefur fengið mikla athygli erlendis og var nýlega kosið næstbesta opna skákmótið af Samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð alþjóðleg skákmót eru haldin ár hvert. Reykjavíkurskákmótið hefur á þessari rúmu hálfu öld unnið sér orðspor sem einstakt skákmót sem íslensk skákhreyfing er ákaflega stolt af,“ segir Gunnar. Meðal skráðra keppenda er 31 stórmeistari sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum og enn á eftir að bætast eitthvað í þann hóp, ef að líkum lætur. Stigahæsti keppandi mótsins er Anish Giri, einn allra sterkasti skákmaður heims, sem hefur 2.769 skákstig. Hann er stigahæsti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Tveir aðrir keppendur hafa meira en 2.700 skákstig, sem oft er notað til að greina ofurstórmeistara frá þó mjög sterkum kollegum þeirra. Það er Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumaðurinn Baadur Jobava, sem þykir einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims. „Meðal keppenda nú er Rameshbabu Praggnanandhaa, sem er nafn sem er rétt er að leggja á minnið, ef það er á annað borð hægt. Sá er aðeins 11 ára og þykir líklegur til að slá met Sergey Karjakin sem yngsti stórmeistari allra tíma,“ segir Gunnar sem bætir við að á mótinu megi einnig finna sterkustu skákkonur heims. Þeirra á meðal er hin indverska Hariku Dronavalli sem er á topp 10 í heiminum og landa hennar Tanja Sadchev sem sló eftirminnilega í gegn á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 er hið sterkasta í rúmlega hálfrar aldar sögu mótsins og gæti ennfremur orðið það fjölmennasta. Þegar er 251 skákmaður skráður til leiks frá 46 löndum. Þrír ofurstórmeistarar tefla, nokkrar af sterkustu skákkonum heims, auk undrabarna og goðsagna úr sögu mótsins. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, segir að fjöldametið frá því árið 2015 sé í verulegri hættu. Eins og áður sagði er 251 skákmaður skráður til leiks. Þar af eru 69 Íslendingar. Fjölmennastir gestanna eru Indverjar sem eru 29 talsins. Í næstu sætum eru Bandaríkin en þaðan koma tuttugu skákmenn, þrettán frá Kanada en einnig mæta stórir hópar Hollendinga, Svía, Englendinga og Þjóðverja. „Mótið, sem stendur dagana 19. til 26. apríl, hefur fengið mikla athygli erlendis og var nýlega kosið næstbesta opna skákmótið af Samtökum atvinnuskákmanna en mörg hundruð alþjóðleg skákmót eru haldin ár hvert. Reykjavíkurskákmótið hefur á þessari rúmu hálfu öld unnið sér orðspor sem einstakt skákmót sem íslensk skákhreyfing er ákaflega stolt af,“ segir Gunnar. Meðal skráðra keppenda er 31 stórmeistari sem er umtalsverð fjölgun frá síðustu árum og enn á eftir að bætast eitthvað í þann hóp, ef að líkum lætur. Stigahæsti keppandi mótsins er Anish Giri, einn allra sterkasti skákmaður heims, sem hefur 2.769 skákstig. Hann er stigahæsti skákmaður í sögu Reykjavíkurskákmótanna. Tveir aðrir keppendur hafa meira en 2.700 skákstig, sem oft er notað til að greina ofurstórmeistara frá þó mjög sterkum kollegum þeirra. Það er Rússinn Dmitry Andreikin og Georgíumaðurinn Baadur Jobava, sem þykir einn frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims. „Meðal keppenda nú er Rameshbabu Praggnanandhaa, sem er nafn sem er rétt er að leggja á minnið, ef það er á annað borð hægt. Sá er aðeins 11 ára og þykir líklegur til að slá met Sergey Karjakin sem yngsti stórmeistari allra tíma,“ segir Gunnar sem bætir við að á mótinu megi einnig finna sterkustu skákkonur heims. Þeirra á meðal er hin indverska Hariku Dronavalli sem er á topp 10 í heiminum og landa hennar Tanja Sadchev sem sló eftirminnilega í gegn á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavíkurskákmótið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira