Skattar og keðjuverkandi skerðingar Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta, sem lenda verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Hvað á að kalla svona skattahækkanir? Ekkert annað en fátæktarskatt, sem svo leiðir til sárafátæktar og er ráðherrum og þingmönnum til háborinnar skammar. Lífeyrislaun, persónuafsláttur, vaxta- og barnabætur hækka miðað við verðlag, ekki launavísitölu og veldur því að skattbyrði lífeyrislaunþega hækkar. Í þessum anda eru bótaflokkar sem valda keðjuverkandi skerðingum um allt kerfið, vegna þess að skerðingarmörk tekna hækka ekki þó lífeyririnn og bótaflokkarnir hækki. Skattalækkanir eru bara fyrir eignafólk, hátekjufólk og fyrirtæki. Til hvers er þetta ómannúðlega „keðjuverkandi skattkerfi“ sem setur þá verst settu í sárafátækt eða um 10 þúsund manns og yfir 30 þúsund í eða við fátæktarmörk? Eru þetta mannleg mistök? Flókið kerfi sem enginn þekkir nema tölvan sem forritaði sig sjálf til að segja „Nei“? Eða er þetta bara úthugsað kerfi til að berja og sparka fjárhagslega í þá sem verst eru settir á Íslandi? Já, ég er kominn á þá skoðun. Frítekjumark lækkaði um 84 þúsund krónur í breyttu lífeyriskerfi hjá ellilífeyrisþegum. Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Fjölmargir styrkir, t.d. frá verkalýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði og rekstri bifreiðar, valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunum frá Tryggingastofnun, húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Fjallað verður um skerðingarkerfið á opnum fundi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál á Grand hóteli laugardaginn 18. mars kl. 13. Þar verður einnig gerð grein fyrir þeirri staðreynd að 1.300 manns eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður rýnt í þróun persónuafsláttar frá upphafi staðgreiðslu og rætt um nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings til leigjenda sem tók gildi um síðustu áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta, sem lenda verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Hvað á að kalla svona skattahækkanir? Ekkert annað en fátæktarskatt, sem svo leiðir til sárafátæktar og er ráðherrum og þingmönnum til háborinnar skammar. Lífeyrislaun, persónuafsláttur, vaxta- og barnabætur hækka miðað við verðlag, ekki launavísitölu og veldur því að skattbyrði lífeyrislaunþega hækkar. Í þessum anda eru bótaflokkar sem valda keðjuverkandi skerðingum um allt kerfið, vegna þess að skerðingarmörk tekna hækka ekki þó lífeyririnn og bótaflokkarnir hækki. Skattalækkanir eru bara fyrir eignafólk, hátekjufólk og fyrirtæki. Til hvers er þetta ómannúðlega „keðjuverkandi skattkerfi“ sem setur þá verst settu í sárafátækt eða um 10 þúsund manns og yfir 30 þúsund í eða við fátæktarmörk? Eru þetta mannleg mistök? Flókið kerfi sem enginn þekkir nema tölvan sem forritaði sig sjálf til að segja „Nei“? Eða er þetta bara úthugsað kerfi til að berja og sparka fjárhagslega í þá sem verst eru settir á Íslandi? Já, ég er kominn á þá skoðun. Frítekjumark lækkaði um 84 þúsund krónur í breyttu lífeyriskerfi hjá ellilífeyrisþegum. Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Fjölmargir styrkir, t.d. frá verkalýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði og rekstri bifreiðar, valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunum frá Tryggingastofnun, húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Fjallað verður um skerðingarkerfið á opnum fundi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál á Grand hóteli laugardaginn 18. mars kl. 13. Þar verður einnig gerð grein fyrir þeirri staðreynd að 1.300 manns eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður rýnt í þróun persónuafsláttar frá upphafi staðgreiðslu og rætt um nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings til leigjenda sem tók gildi um síðustu áramót.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar