Leik lokið: Stjarnan - ÍR 75-68 | Endurkoma ÍR-inga dugði næstum því Kristinn Geir Friðriksson í Ásgarði skrifar 16. mars 2017 21:15 Justin Shouse kom til baka inn í Stjörnuliðið og skilaði 17 stigum á 22 mínútum. Vísir/Hanna Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Stjarnan er komið í 1-0 í einvígi sínu á móti ÍR í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta eftir sigur í spennuleik í Ásgarði í kvöld. Stjarnan vann leikinn 75-68 eftir æsispennandi lokamínútur en ÍR-inga höfðu unnið upp sautján stiga forystu Garðbæinga í seinni hálfleiknum.Hanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Garðabænum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan, sem endaði í 2.sæti fékk heimavallarréttinn gegn ÍR sem lenti í 7.sæti. ÍR-ingar hafa ekki spilað í úrslitakeppninni síðan 2011 mættu fullir sjálfstraust í Garðabæinn og gáfu heimamönnum ekkert eftir í baráttu og eljusemi. Leikurinn var skemmtilegur, spennandi og gríðarlega baráttumikill. Heimamönnum í Stjörnunni tókst að sigra að lokum en alveg ljóst eftir þennan fyrsta leik í seríunni að hún mun verða hin mesta skemmtun og líklega eitthvað blóðug. Stjarnan tók öll völd á vellinum í upphafi leiks en missti einbeitingu undir lok fyrsta hluta og hleypti ÍR aftur inní leikinn. Stjörnumenn náðu svo aftur undirtökum í leiknum og héldu ÍR í tíu stigum í öðrum hluta og hálfleikstölur 49-32 fyrir heimamenn. Þarna héldu flestir að Stjarnan væri kominn með það kverkatak sem þyrfti til að kæfa andstæðinginn en ÍR var á öðru máli og setti allt í lás í sínum varnarleik og Stjarnan skoraði aðeins sjö stig í þriðja hluta gegn sextán frá gestunum. Lokafjórðungur var gríðarlega spennandi og aðeins klaufalegar sóknaraðgerðir gestanna sem kostuðu liðið sigurinn á lokamínútum leiksins. Það má alveg segja að ÍR-ingar hafi einfaldlega kastað sigurmöguleikanum frá sér. Lokatölur 75-68. Hjá ÍR var Quincy Cole bestur en hann skoraði 15 stig og tók 18 fráköst, en var samt langt frá sínu besta sóknarlega en það má segja um allt ÍR-liðið. Matthías Sigurðarson átti ágæta spretti en var aldrei með nægilega góða stjórn á sínu liði. Hann skoraði 16, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson góður með 19 stig og 14 fráköst. Justin Shouse, sem snéri aftur eftir langt hlé kom mjög vel inní leikinn og skoraði 17 stig og tók 8 fráköst (Gaf enga stoðsendingu í leiknum! Sem gæti mögulega verið fyrsti stoðsendingalausi leikur kappans frá upphafi!). Anthony Odunsi var einnig góður og skoraði 18 og tók 8 fráköst, gaf jafnmargar stoðsendingar og Shouse! Leikurinn veit á gott fyrir þessa úrslitarimmu og ljóst að Hertz-hellirinn verður trylltur næsta laugardag kl. 16 þegar liðin mætast í öðrum leik sínum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.Stjarnan-ÍR 75-68 (25-22, 24-10, 7-16, 19-20)Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 19/14 fráköst, Anthony Odunsi 18/8 fráköst, Justin Shouse 17/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 5/5 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 4/10 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 15/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 12/18 fráköst/4 varin skot, Sveinbjörn Claessen 11, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/3 varin skot, Hákon Örn Hjálmarsson 5, Kristinn Marinósson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum