Benedikt: Vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2017 06:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, bætir sitt eigið met í kvöld. Vísir/Eyþór Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla, vorboðinn ljúfi, hefst í kvöld. Þá taka deildarmeistarar KR á móti liðinu sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar, Þór frá Akureyri. Eins og eðlilegt er reikna flestir hlutlausir með sigri KR í rimmunni, enda Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára og nýkrýndir bikarmeistarar. Þórsarar eru nýliðar í deildinni en hafa samt þaulreyndan þjálfara, Benedikt Guðmundsson, og búa að því að hafa skellt KR-ingum á heimavelli í febrúar með átján stiga mun. Benedikt þekkir úrslitakeppnina betur en flestir aðrir en hann er fyrsti þjálfarinn í sögu hennar sem afrekar að stýra fimm mismunandi liðum í henni. Benedikt, sem er raunar uppalinn KR-ingur, hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Hann hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákshöfn í úrslitakeppninni.Einföld formúla Aðspurður segir hann að formúlan fyrir því að vinna KR-inga þrisvar í rimmunni, sem er það sem þarf til, sé einföld. „Við vinnum þá tvisvar á heimavelli og stelum svo einum á útivelli,“ sagði hann í samtali við íþróttadeild. „Við vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta. Við þurfum að eiga algjöra toppleiki til að vinna. Strákarnir hafa sýnt að við getum spilað það að vel að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni.“ KR-ingar hafa, þrátt fyrir að hafa verið verið í toppbaráttu í allan vetur og orðið að lokum deildarmeistarar, lent í basli með mörg lið og þótt jafnvel spila undir getu. Benedikt ítrekar þó að hæfileikarnir í liði KR séu öllum augljósir.Allir þekkja styrk KR „Hvort þeir hafa verið að bíða eftir úrslitakeppninni skal ég ekki segja. En það vita allir að þeir eiga meira inni. Hugsanlega er það að koma hjá þeim núna,“ sagði Benedikt sem bendir á að KR hafi á löngum köflum í vetur verið án lykilmanna. „Þrátt fyrir það og að liðið hafi verið að spila af 60-70 prósenta getu þá er KR samt með besta liðið. Það eru ekki góðar fréttir fyrir hin liðin. En við ætlum samt að taka þá.“ Leikur KR og Þórs Akureyri hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hinar þrjár rimmurnar í 8-liða úrslitunum hefjast á morgun. Hægt er að kaupa miða á netinu á leik kvöldsins hér.Benedikt Guðmundsson gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009.Vísir/VilhelmBenedikt bætir sitt eigið met í kvöld Benedikt Guðmundsson verður í kvöld fyrsti þjálfarinn sem nær að stýra fimm félögum í úrslitakeppni karla í körfubolta. Benedikt hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Benedikt mætir þá með lærisveina sína í Þór Akureyri í leik á móti Íslandsmeisturum KR en Benedikt hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákhöfn í úrslitakeppninni.Fyrstur til að stýra tveimur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Keflavík 1987 (Njarðvík)Fyrstur til að stýra þremur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Grindavík 1991 (Njarðvík, Keflavík)Fyrstur til að stýra fjórum liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Þorl. 2012 (KR, Grindavík, Fjölnir)Fyrstur til að stýra fimm liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Ak. 2017 (KR, Grindavík, Fjölnir, Þór Þorl.) Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Úrslitakeppnin í Domino’s-deild karla, vorboðinn ljúfi, hefst í kvöld. Þá taka deildarmeistarar KR á móti liðinu sem hafnaði í áttunda sæti deildarinnar, Þór frá Akureyri. Eins og eðlilegt er reikna flestir hlutlausir með sigri KR í rimmunni, enda Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára og nýkrýndir bikarmeistarar. Þórsarar eru nýliðar í deildinni en hafa samt þaulreyndan þjálfara, Benedikt Guðmundsson, og búa að því að hafa skellt KR-ingum á heimavelli í febrúar með átján stiga mun. Benedikt þekkir úrslitakeppnina betur en flestir aðrir en hann er fyrsti þjálfarinn í sögu hennar sem afrekar að stýra fimm mismunandi liðum í henni. Benedikt, sem er raunar uppalinn KR-ingur, hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Hann hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákshöfn í úrslitakeppninni.Einföld formúla Aðspurður segir hann að formúlan fyrir því að vinna KR-inga þrisvar í rimmunni, sem er það sem þarf til, sé einföld. „Við vinnum þá tvisvar á heimavelli og stelum svo einum á útivelli,“ sagði hann í samtali við íþróttadeild. „Við vitum vel að verkefnið verður ekki stærra en þetta. Við þurfum að eiga algjöra toppleiki til að vinna. Strákarnir hafa sýnt að við getum spilað það að vel að við getum unnið hvaða lið sem er í deildinni.“ KR-ingar hafa, þrátt fyrir að hafa verið verið í toppbaráttu í allan vetur og orðið að lokum deildarmeistarar, lent í basli með mörg lið og þótt jafnvel spila undir getu. Benedikt ítrekar þó að hæfileikarnir í liði KR séu öllum augljósir.Allir þekkja styrk KR „Hvort þeir hafa verið að bíða eftir úrslitakeppninni skal ég ekki segja. En það vita allir að þeir eiga meira inni. Hugsanlega er það að koma hjá þeim núna,“ sagði Benedikt sem bendir á að KR hafi á löngum köflum í vetur verið án lykilmanna. „Þrátt fyrir það og að liðið hafi verið að spila af 60-70 prósenta getu þá er KR samt með besta liðið. Það eru ekki góðar fréttir fyrir hin liðin. En við ætlum samt að taka þá.“ Leikur KR og Þórs Akureyri hefst klukkan 19.15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hinar þrjár rimmurnar í 8-liða úrslitunum hefjast á morgun. Hægt er að kaupa miða á netinu á leik kvöldsins hér.Benedikt Guðmundsson gerði KR að Íslandsmeisturum 2007 og 2009.Vísir/VilhelmBenedikt bætir sitt eigið met í kvöld Benedikt Guðmundsson verður í kvöld fyrsti þjálfarinn sem nær að stýra fimm félögum í úrslitakeppni karla í körfubolta. Benedikt hefur átt metið einn síðan árið 2012 og með öðrum síðan 2005. Benedikt mætir þá með lærisveina sína í Þór Akureyri í leik á móti Íslandsmeisturum KR en Benedikt hefur áður stýrt liðum KR, Grindavíkur, Fjölnis og Þórs úr Þorlákhöfn í úrslitakeppninni.Fyrstur til að stýra tveimur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Keflavík 1987 (Njarðvík)Fyrstur til að stýra þremur liðum í úrslitakeppni Gunnar Þorvarðarson, Grindavík 1991 (Njarðvík, Keflavík)Fyrstur til að stýra fjórum liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Þorl. 2012 (KR, Grindavík, Fjölnir)Fyrstur til að stýra fimm liðum í úrslitakeppni Benedikt Guðmundsson, Þór Ak. 2017 (KR, Grindavík, Fjölnir, Þór Þorl.)
Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira