Flugvélinni ekið að eldhúsglugganum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2017 22:52 Hámark flugdellunnar á Íslandi gæti verið í Múlakoti í Fljótshlíð en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt". Flugsagan í Múlakoti hófst raunar fyrir sextíu árum þegar bóndasonurinn Árni Guðmundsson lærði flug en nú er þetta orðið samfélag flugáhugamanna, - manna eins og Einars Dagbjartssonar flugstjóra, sem sýndi okkur hvernig hann getur ekið flugvélinni eftir lendingu beint að bústaðnum og lagt henni fyrir utan eldhúsgluggann. Um tuttugu bústaðir eru risnir á svæðinu við flugvöllinn en búið að skipuleggja áttatíu frístundalóðir fyrir flugáhugamenn. Og Einar vill fá aðra braut neðar á Markarfljótsaurum, - segir vanta stutta þverbraut þar sem norðanáttin geti verið erfið á svæðinu.Tvíþekja frá stríðsárunum, af gerðinni Boeing Stearman, er sú flugvél í Múlakoti sem jafnan vekur mesta athygli en hún er elsta flughæfa vél á landinu, í eigu Erlings Jóhannessonar flugvirkja og flugstjóra, sem varði 20 árum í að gera hana upp. Eiginkona Erlings er Alfhild Nielsen en þau eiga einnig þrjá syni í fluginu og sonarson. Hún var spurð hvort flugið væri ekki peningasuga, - og hvort hver sem er gæti stundað þetta áhugamál: „Jú, jú. Þetta er alveg fyrir hvern sem er, þannig lagað. Það fer bara eftir því í hvað þú notar peningana þína,” svarar Alfhild. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Hámark flugdellunnar á Íslandi gæti verið í Múlakoti í Fljótshlíð en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt". Flugsagan í Múlakoti hófst raunar fyrir sextíu árum þegar bóndasonurinn Árni Guðmundsson lærði flug en nú er þetta orðið samfélag flugáhugamanna, - manna eins og Einars Dagbjartssonar flugstjóra, sem sýndi okkur hvernig hann getur ekið flugvélinni eftir lendingu beint að bústaðnum og lagt henni fyrir utan eldhúsgluggann. Um tuttugu bústaðir eru risnir á svæðinu við flugvöllinn en búið að skipuleggja áttatíu frístundalóðir fyrir flugáhugamenn. Og Einar vill fá aðra braut neðar á Markarfljótsaurum, - segir vanta stutta þverbraut þar sem norðanáttin geti verið erfið á svæðinu.Tvíþekja frá stríðsárunum, af gerðinni Boeing Stearman, er sú flugvél í Múlakoti sem jafnan vekur mesta athygli en hún er elsta flughæfa vél á landinu, í eigu Erlings Jóhannessonar flugvirkja og flugstjóra, sem varði 20 árum í að gera hana upp. Eiginkona Erlings er Alfhild Nielsen en þau eiga einnig þrjá syni í fluginu og sonarson. Hún var spurð hvort flugið væri ekki peningasuga, - og hvort hver sem er gæti stundað þetta áhugamál: „Jú, jú. Þetta er alveg fyrir hvern sem er, þannig lagað. Það fer bara eftir því í hvað þú notar peningana þína,” svarar Alfhild. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30