Frekari slátrun á hvölum er ómannúðleg og efnahagslega skaðleg Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. mars 2017 00:00 Mikil alþjóðleg vakning hefur orðið síðustu árin um það að við verðum að virða, vernda og hlú að lífríkinu í kringum okkur: Dýrum hvers konar, á landi, í lofti og til sjávar, jurtum og plöntum – allri flórunni – svo og að landi, vatni og lofti. Eitt er það að við berum tilhlýðilega virðingu fyrir því stórkostlega lífríki, sem okkur hefur verið lagt til, annað er það, að án þessa lífríkis værum við sjálf ekki til; Það verður engin varanleg velferð manna, án þess, að velferð lífríkisins sé jafnframt tryggð.Sköpuð eins og við Við bætist, að stór hluti lífveranna í kringum okkur er í grundvallaratriðum skapaður eins og við: Eru bræður okkar og systur, aðeins með aðra stærð eða annað líkamsform en við. Menn leyfa sér að gera tilraunir á dýrum, jafnvel kvelja þau og drepa, til að fá svör við spurningum um sjúkdóma og vandamál manna. Það má jafnvel nota niðurstöður tilrauna á músum eða rottum og yfirfæra þær á mannfólkið í baráttunni við kvilla og sjúkdóma. Hvað segir það um hin nánu tengsl okkar við dýrin?Nánast útrýmt Upp úr 1920 voru um 400-500.000 hvalir í úthöfum heims. Eftir seinni heimsstyrjöld hófst stórsókn á hendur þessum blessuðu og stórkostlegu en varnarlausu verum, þannig, að um 1970 var heildarstofn hvala um allan heim orðinn aðeins um 40-50.000. 90% voru fallin í árásum grimmra, miskunnarlausra og gráðugra veiðimanna.Hvaladráp bannað 1986 Á síðustu stundu greip þó Alþjóðahvalveiðiráðið í taumana og bannaði allar hvalveiðir í atvinnuskyni, en því miður reyndust 3 þjóðir skilningslausar á ástandið og tilfinningalausar gagnvart þeirri ómannúðlegu eyðileggingu á lífríki úthafanna, sem hér var að eiga sér stað; Japanir, Norðmenn og Íslendingar. Hefur því hvölum ekki fjölgað mikið á síðustu 30 árum, þrátt fyrir friðun. Hörmungarsaga! Fyrir 100 árum vori þeir um 500.000!Háþróaðar verur Hvalir eru taldir kenna hver öðrum og læra hver af öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum, gleðjast og hryggjast, kvíða fyrir og hræðast og syrgja, þegar sorg ber að höndum. Smáhvalirnir, einkum höfrungurinn, en líka hrefnur, eru þekktir fyrir allskonar flókna leiki – höfrungurinn virðist jafnvel geta slegið manninn út í ýmsum þrautum – og eru þetta því lífverur á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi.Höfrungar jafnvel drepnir hér Höfrungurinn er eitt ástsælasta dýr jarðarinnar. Vegna vitsmuna, glaðværðar og elsku á öðrum lífverðum. Börn og unglingar um allan heim elska höfrunginn. Reyndar fólk á öllum aldri líka. Ég fékk það staðfest fyrir nokkru, að ár hvert er verið að drepa töluverðan fjölda höfrunga fyrir Norðausturlandi „skv. gamalli hefð“. Eru þeir menn, sem þetta stunda og þetta leyfa ekki með öllum mjalla!? Ef þetta kæmist í heimsfréttirnar gæti það leitt yfir okkur mikla reiði- og mótmælaöldu.Um 354.000 ferðamenn skoðuðu hvali Þúsundir Íslendinga hafa starf og góðar tekjur af hvalaskoðun ferðamanna. Er það gott mál. Í fyrra nutu 354.000 ferðamenn hér friðsamrar hvalskoðunar. Í ár gætu þetta orðið 400.000 til 500.000 manns. Ef þessir ferðamenn vissu, að við værum bak við tjöldin að murka líftóruna úr þessum fallegu og friðsömu risum úthafanna, meira að segja á algjörlega brostnum og glórulausum efnahagslegum forsendum, er hætt við, að þel manna mundi snúast.Enn á að fara að slátra hvölum Eftir um mánuð á að byrja að drepa hrefnur að nýja. Að þessu stendur útgerðarfyrirtæki í Hafnarfirði, sem gerir út 2 báta í þessu skyni. Á nú helzt að drepa um 50 dýr. Samt er enn ekki búið að selja kjöt þeirra dýra, sem drepin voru í fyrra. Mörg þessara dýra – kvendýrin - munu vera kelfd, og er því með drápi þeirra verið að drepa 2 kynslóðir dýra, kýr og fóstur. Að slepptum mannúðar- og dýraverndurnarsjónarmiðum – sem þó ættu að vega þungt hjá menningarþjóð – vaknar sú spurning, hvernig það megi vera, að hagsmunir hvalaskoðunarfyrirtækja, sem hafa tekjur af friðsamri hvalaskoðun 400.000 ferðamanna, skuli vera stefnt í voða vegna hagsmuna eins fyrirtækis í Hafnarfirði. Svo að ekki sé nú talað um ímynd og orðspor Íslendinga erlendis.Endanleg og full friðun besta auglýsingin Ef við Íslendingar, sem gömul veiðimannaþjóð, tökum nú af skarið og friðum alla hvali, hrefnur og höfrunga í íslenzkri fiskveiðilögsögu, myndi það vekja jákvæða athygli um allan heim, og hvetja aðra í dýra- og umhverfisvernd. Í stað andúðar og óvildar, myndu milljónir manna um allan heim, sem elska hina friðsömu risa úthafanna – svo að ekki sé talað um höfrungana – fyllast þakklæti og góðvild til Íslendinga. Betri auglýsingu fyrir land og þjóð væri ekki hægt að fá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil alþjóðleg vakning hefur orðið síðustu árin um það að við verðum að virða, vernda og hlú að lífríkinu í kringum okkur: Dýrum hvers konar, á landi, í lofti og til sjávar, jurtum og plöntum – allri flórunni – svo og að landi, vatni og lofti. Eitt er það að við berum tilhlýðilega virðingu fyrir því stórkostlega lífríki, sem okkur hefur verið lagt til, annað er það, að án þessa lífríkis værum við sjálf ekki til; Það verður engin varanleg velferð manna, án þess, að velferð lífríkisins sé jafnframt tryggð.Sköpuð eins og við Við bætist, að stór hluti lífveranna í kringum okkur er í grundvallaratriðum skapaður eins og við: Eru bræður okkar og systur, aðeins með aðra stærð eða annað líkamsform en við. Menn leyfa sér að gera tilraunir á dýrum, jafnvel kvelja þau og drepa, til að fá svör við spurningum um sjúkdóma og vandamál manna. Það má jafnvel nota niðurstöður tilrauna á músum eða rottum og yfirfæra þær á mannfólkið í baráttunni við kvilla og sjúkdóma. Hvað segir það um hin nánu tengsl okkar við dýrin?Nánast útrýmt Upp úr 1920 voru um 400-500.000 hvalir í úthöfum heims. Eftir seinni heimsstyrjöld hófst stórsókn á hendur þessum blessuðu og stórkostlegu en varnarlausu verum, þannig, að um 1970 var heildarstofn hvala um allan heim orðinn aðeins um 40-50.000. 90% voru fallin í árásum grimmra, miskunnarlausra og gráðugra veiðimanna.Hvaladráp bannað 1986 Á síðustu stundu greip þó Alþjóðahvalveiðiráðið í taumana og bannaði allar hvalveiðir í atvinnuskyni, en því miður reyndust 3 þjóðir skilningslausar á ástandið og tilfinningalausar gagnvart þeirri ómannúðlegu eyðileggingu á lífríki úthafanna, sem hér var að eiga sér stað; Japanir, Norðmenn og Íslendingar. Hefur því hvölum ekki fjölgað mikið á síðustu 30 árum, þrátt fyrir friðun. Hörmungarsaga! Fyrir 100 árum vori þeir um 500.000!Háþróaðar verur Hvalir eru taldir kenna hver öðrum og læra hver af öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum, gleðjast og hryggjast, kvíða fyrir og hræðast og syrgja, þegar sorg ber að höndum. Smáhvalirnir, einkum höfrungurinn, en líka hrefnur, eru þekktir fyrir allskonar flókna leiki – höfrungurinn virðist jafnvel geta slegið manninn út í ýmsum þrautum – og eru þetta því lífverur á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi.Höfrungar jafnvel drepnir hér Höfrungurinn er eitt ástsælasta dýr jarðarinnar. Vegna vitsmuna, glaðværðar og elsku á öðrum lífverðum. Börn og unglingar um allan heim elska höfrunginn. Reyndar fólk á öllum aldri líka. Ég fékk það staðfest fyrir nokkru, að ár hvert er verið að drepa töluverðan fjölda höfrunga fyrir Norðausturlandi „skv. gamalli hefð“. Eru þeir menn, sem þetta stunda og þetta leyfa ekki með öllum mjalla!? Ef þetta kæmist í heimsfréttirnar gæti það leitt yfir okkur mikla reiði- og mótmælaöldu.Um 354.000 ferðamenn skoðuðu hvali Þúsundir Íslendinga hafa starf og góðar tekjur af hvalaskoðun ferðamanna. Er það gott mál. Í fyrra nutu 354.000 ferðamenn hér friðsamrar hvalskoðunar. Í ár gætu þetta orðið 400.000 til 500.000 manns. Ef þessir ferðamenn vissu, að við værum bak við tjöldin að murka líftóruna úr þessum fallegu og friðsömu risum úthafanna, meira að segja á algjörlega brostnum og glórulausum efnahagslegum forsendum, er hætt við, að þel manna mundi snúast.Enn á að fara að slátra hvölum Eftir um mánuð á að byrja að drepa hrefnur að nýja. Að þessu stendur útgerðarfyrirtæki í Hafnarfirði, sem gerir út 2 báta í þessu skyni. Á nú helzt að drepa um 50 dýr. Samt er enn ekki búið að selja kjöt þeirra dýra, sem drepin voru í fyrra. Mörg þessara dýra – kvendýrin - munu vera kelfd, og er því með drápi þeirra verið að drepa 2 kynslóðir dýra, kýr og fóstur. Að slepptum mannúðar- og dýraverndurnarsjónarmiðum – sem þó ættu að vega þungt hjá menningarþjóð – vaknar sú spurning, hvernig það megi vera, að hagsmunir hvalaskoðunarfyrirtækja, sem hafa tekjur af friðsamri hvalaskoðun 400.000 ferðamanna, skuli vera stefnt í voða vegna hagsmuna eins fyrirtækis í Hafnarfirði. Svo að ekki sé nú talað um ímynd og orðspor Íslendinga erlendis.Endanleg og full friðun besta auglýsingin Ef við Íslendingar, sem gömul veiðimannaþjóð, tökum nú af skarið og friðum alla hvali, hrefnur og höfrunga í íslenzkri fiskveiðilögsögu, myndi það vekja jákvæða athygli um allan heim, og hvetja aðra í dýra- og umhverfisvernd. Í stað andúðar og óvildar, myndu milljónir manna um allan heim, sem elska hina friðsömu risa úthafanna – svo að ekki sé talað um höfrungana – fyllast þakklæti og góðvild til Íslendinga. Betri auglýsingu fyrir land og þjóð væri ekki hægt að fá!
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar