Þvílíkur styrkur að klára þetta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2017 07:00 Aron Dagur Pálsson skoraði níu mörk þegar Grótta vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 27-29, á laugardaginn. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Gróttu í botnbaráttunni/baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 7. sæti Olís-deildar karla með 18 stig, einu stigi frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti. En þökk sé tveimur mörkum frá Aroni Degi undir lok fyrri hálfleiks var munurinn í hálfleik aðeins fjögur mörk, 18-14. Seltirningar sýndu svo mikinn styrk í seinni hálfleik og náðu að landa sigrinum. „Þeir náðu 6-7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og þetta var orðið svart. En fjögur mörk í hálfleik var ekkert hræðilegt og við jöfnuðum eiginlega strax í seinni hálfleik. Síðan var þetta hörkuleikur allt til enda,“ sagði Aron Dagur sem hefur skorað 66 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. „Við höfum oft verið í jöfnum leikjum í vetur og tapað þeim. En við sýndum þvílíkan styrk að klára þetta. Varnarleikurinn var frábær í seinni hálfleik og markvarslan var góð allan leikinn. Síðan kláruðum við sóknirnar okkar miklu betur.“ Grótta byrjaði tímabilið af krafti og fékk sjö stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. En átta af næstu 10 leikjum töpuðust og staðan var ekkert sérstaklega góð. Seltirningar hafa hins vegar verið á ágætis skriði eftir áramót; unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. „Það urðu miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og við fengum nánast nýja útilínu fyrir utan mig. Ég held að menn hafi bara verið að læra hver á annan en núna er þetta allt vonandi að smella,“ sagði Aron Dagur. Að hans sögn var markmið Gróttu að vera á svipuðum stað og í fyrra en þá lenti liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar. Aron Dagur er hluti af U-21 árs liði Íslands sem keppir á HM í Alsír í sumar. Miklar væntingar eru gerðar til strákanna en þessi sami hópur vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára fyrir tveimur árum. Aron Dagur segir að íslenska liðið setji stefnuna á að vinna til verðlauna í sumar. „Þetta er stórt tækifæri fyrir alla sem eru í liðinu. Við ætlum að vinna til verðlauna og vonandi verður réttur litur á þeim. Það hentar okkur vel að vera með háleit markmið,“ sagði Aron Dagur. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Aron Dagur Pálsson skoraði níu mörk þegar Grótta vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Hauka, 27-29, á laugardaginn. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Gróttu í botnbaráttunni/baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 7. sæti Olís-deildar karla með 18 stig, einu stigi frá fallsæti þegar fimm umferðir eru eftir. Haukar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu góðu forskoti. En þökk sé tveimur mörkum frá Aroni Degi undir lok fyrri hálfleiks var munurinn í hálfleik aðeins fjögur mörk, 18-14. Seltirningar sýndu svo mikinn styrk í seinni hálfleik og náðu að landa sigrinum. „Þeir náðu 6-7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og þetta var orðið svart. En fjögur mörk í hálfleik var ekkert hræðilegt og við jöfnuðum eiginlega strax í seinni hálfleik. Síðan var þetta hörkuleikur allt til enda,“ sagði Aron Dagur sem hefur skorað 66 mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu. „Við höfum oft verið í jöfnum leikjum í vetur og tapað þeim. En við sýndum þvílíkan styrk að klára þetta. Varnarleikurinn var frábær í seinni hálfleik og markvarslan var góð allan leikinn. Síðan kláruðum við sóknirnar okkar miklu betur.“ Grótta byrjaði tímabilið af krafti og fékk sjö stig út úr fyrstu fjórum leikjunum. En átta af næstu 10 leikjum töpuðust og staðan var ekkert sérstaklega góð. Seltirningar hafa hins vegar verið á ágætis skriði eftir áramót; unnið þrjá leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. „Það urðu miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili og við fengum nánast nýja útilínu fyrir utan mig. Ég held að menn hafi bara verið að læra hver á annan en núna er þetta allt vonandi að smella,“ sagði Aron Dagur. Að hans sögn var markmið Gróttu að vera á svipuðum stað og í fyrra en þá lenti liðið í 5. sæti Olís-deildarinnar. Aron Dagur er hluti af U-21 árs liði Íslands sem keppir á HM í Alsír í sumar. Miklar væntingar eru gerðar til strákanna en þessi sami hópur vann til bronsverðlauna á HM U-19 ára fyrir tveimur árum. Aron Dagur segir að íslenska liðið setji stefnuna á að vinna til verðlauna í sumar. „Þetta er stórt tækifæri fyrir alla sem eru í liðinu. Við ætlum að vinna til verðlauna og vonandi verður réttur litur á þeim. Það hentar okkur vel að vera með háleit markmið,“ sagði Aron Dagur.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira