Flokki Wilders spáð sigri í Hollandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 12:33 Geert Wilders er leiðtogi popúlistaflokksins Frelsisflokksins sem berst harkalega gegn komu innflytjenda og Evrópusamvinnu. Vísir/afp Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn. Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira
Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn.
Donald Trump Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Sjá meira