Sjómennskan og handboltinn blómstra í Eyjum á nýja árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2017 06:00 Kári Kristján Kristjánsson og félagar eru á góðu skriði. vísir/eyþór Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Eyjamenn geta varla verið ánægðari með lífið en í dag. Sjómannaverkfallið að baki, loðnuvertíðin gefur vel af sér og bæði handboltalið bæjarins eru komin á skrið á nýjan leik. „Stemmningin í Eyjum er mjög góð. Menn eru komnir úr verkfalli, búnir að vera á fínni loðnuvertíð þannig að stemningin er glimrandi góð. Ef það gengur vel á sjónum þá gengur allt annað vel,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV-liðsins í viðtali í Akraborginni. Eyjamenn hafa ekki unnið stóran titil eftir að Gunnar Magnússon yfirgaf Vestmannaeyjar en það gæti breyst í vor. Eyjamenn hafa náð í 11 af 12 mögulegum stigum í Olís-deild karla eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí og Arnar Pétursson er kominn með sína menn inn í Íslandsmeistaraumræðuna á ný. Eyjamenn voru stórtækir á leikmannamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu bæði Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Hostert úr atvinnumennsku. Það kom því ekki mikið á óvart að væntingar til liðsins væru miklar. Uppskeran fyrir áramót var hins vegar jafn margir sigrar (7) og töp (7). „Ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu. Við vorum að glíma við ákveðin vandamál, meiðsli og annað, en á sama tíma vorum við að taka inn fullt af ungum strákum sem stóðu sig mjög vel þótt að við höfum ekki verið að klára leikina,“ sagði Arnar og hann fagnar því að vera loksins með fullskipað lið. Okkur munaði verulega um Róbert Aron (Hostert), Stephen Nielsen, Sindra Haralds og Agnar Smára (Jónsson) á tímabili. Það var viðbúið að við myndum taka einhverjum framförum þegar þeir kæmu inn,“ sagði Arnar. Eyjaliðið hefur sent skýr skilaboð í tveimur leikjum sínum á síðustu fimm dögum sem báðir voru á móti liðum sem voru ofar en ÍBV í töflunni. Eyjamenn fylgdu eftir sjö marka útisigri á Aftureldingu á sunnudaginn með níu marka heimasigri á FH á fimmtudagskvöldið. FH-ingar voru búnir að vinna fimm deildarleiki í röð fyrir leikinn og höfðu unnið ÍBV-liðið í tvígang fyrir áramót. „Mér finnst ólíklegt að Haukarnir tapi mörgum stigum. Við einbeitum okkur bara að því að bæta okkar leik og koma á fullri ferð inn í úrslitakeppnina,“ sagði Arnar. Margir eru þó farnir að horfa á 23. mars sem dag fyrir mögulegan úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn þegar topplið Hauka kemur í heimsókn út í Eyjar. Stelpurnar í Eyjum hafa líka skipt um gír undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur og hápunkturinn var þegar liðið batt enda á ellefu leikja sigurgöngu Framliðsins í deildinni í byrjun febrúar. Framkonur höfðu ekki tapað leik á tímabilinu en steinlágu með sex marka mun úti í Eyjum. Kvennaliðið hefur þegar unnið jafn marga leiki eftir áramót (4) og fyrir áramót (4) og það þrátt fyrir að hafa spilað þremur leikjum færra. Eyjakvenna bíður mikil prófraun í dag þegar þær heimsækja Framkonur í Safamýrina en Framliðið mætir væntanlega í hefndarhug í leikinn. Það er hörð barátta fram undan um þriðja og fjórða sætið inn í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Þar þarf ÍBV-liðið á hverju stigi að halda. Eyjakonur eru aðeins einu stigi frá fjórða sæti en það eru líka bara tvö stig niður í sjötta sætið.grafík/fréttablaðið
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira