Sanders hjólar í Trump: „Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2017 16:11 Donald Trump og Bernie Sanders. Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem keppti við Hillary Clinton um útnefningu Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra, er í ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian í dag. Þar hjólar hann í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og segir hann sjúklegan lygara sem sé að ýta Bandaríkjunum í áttina að því að verða einræðisríki. „Trump lýgur stanslaust og ég held að það sé engin tilviljun heldur er ástæða fyrir því. Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum,“ segir Sanders í viðtalinu við Guardian. Hann varar við því að ítrekaðar árásir Trump á fjölmiðla, dómstóla og aðrar lykilstofnanir í bandarísku samfélagi séu einmitt til þess fallnar að grafa undan lýðræðinu. Trump hefur nú verið við völd í 50 daga og á þeim stutta tíma hefur hann byrjað að vinda ofan af úrbótum Barack Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, hann hefur bannað fólki frá ákveðnum löndum að heimsækja Bandaríkin og þá hefur hann hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna varðandi ýmsa viðskiptasamninga og í umhverfismálum. Sanders segir að lygar Trump séu úthugsaðar þar sem hann ljúgi um fjölmiðla, dómara og jafnvel dragi sjálft kosningaferlið í efa. Markmiðið sé að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjamanna „að það sé aðeins ein manneskja í Bandaríkjunum sem standi með bandarísku þjóðinni, sem segir satt, og að eina manneskjan sem geti gert eitthvað rétt sé forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.“ Til að undirstrika mál sitt ber Sanders Trump saman við George Bush, seinasta Repúblikanann til að gegna embætti forseta á undan Trump. „George Bush var mjög íhaldssamur forseti og ég var á móti honum í hvert einasta skipti en hann hafði í heiðri bandarísk, pólitísk gildi,“ segir Sanders sem kallar eftir mikilli andstöðu við Trump sem hann segir að sé nú reyndar þegar byrjuð. Aðeins þannig verði hægt að koma í veg fyrir að forsetinn hrifsi til sín meiri völd en hann hefur nú þegar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem keppti við Hillary Clinton um útnefningu Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra, er í ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian í dag. Þar hjólar hann í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og segir hann sjúklegan lygara sem sé að ýta Bandaríkjunum í áttina að því að verða einræðisríki. „Trump lýgur stanslaust og ég held að það sé engin tilviljun heldur er ástæða fyrir því. Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum,“ segir Sanders í viðtalinu við Guardian. Hann varar við því að ítrekaðar árásir Trump á fjölmiðla, dómstóla og aðrar lykilstofnanir í bandarísku samfélagi séu einmitt til þess fallnar að grafa undan lýðræðinu. Trump hefur nú verið við völd í 50 daga og á þeim stutta tíma hefur hann byrjað að vinda ofan af úrbótum Barack Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, hann hefur bannað fólki frá ákveðnum löndum að heimsækja Bandaríkin og þá hefur hann hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna varðandi ýmsa viðskiptasamninga og í umhverfismálum. Sanders segir að lygar Trump séu úthugsaðar þar sem hann ljúgi um fjölmiðla, dómara og jafnvel dragi sjálft kosningaferlið í efa. Markmiðið sé að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjamanna „að það sé aðeins ein manneskja í Bandaríkjunum sem standi með bandarísku þjóðinni, sem segir satt, og að eina manneskjan sem geti gert eitthvað rétt sé forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.“ Til að undirstrika mál sitt ber Sanders Trump saman við George Bush, seinasta Repúblikanann til að gegna embætti forseta á undan Trump. „George Bush var mjög íhaldssamur forseti og ég var á móti honum í hvert einasta skipti en hann hafði í heiðri bandarísk, pólitísk gildi,“ segir Sanders sem kallar eftir mikilli andstöðu við Trump sem hann segir að sé nú reyndar þegar byrjuð. Aðeins þannig verði hægt að koma í veg fyrir að forsetinn hrifsi til sín meiri völd en hann hefur nú þegar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36
Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30
Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15