Sara fékk salinn til að skellihlæja: Gengið svo vel eftir að ég hætti með þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2017 10:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu. Mynd/Samsett/Fésbókarsíða CrossFit Games Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Sjá meira
Það var mögnuð stemmning í salnum í Wisconsin í Bandaríkjunum í nótt þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu einvígi í fimmta hluta The Open sem er fyrsta stigið í átt að því að komast inn á heimsleikana í sumar. Það er ekki nóg með að íslensku stelpurnar þurftu að gefa allt sitt í mjög erfiðar æfingar fyrir framan mjög æsta áhugamenn um crossfit þá voru þær báðar teknar í viðtal eftir keppni. Viðtalið var sent út í hátalarakerfi hússins og sátu þær í miðjum salnum og svöruðu spurningum. Katrín Tanja Davíðsdóttir var spurð út það hvernig hún hitar upp fyrir svona einvígi. Hún og Sara fengu ekki að vita um hvernig æfingin væri fyrr en rétt fyrir keppnina. „Við erum þarna bakatil að undirbúa okkur fyrir allt mögulegt. Þetta snýst bara um að hita upp skrokkinn og þjálfarinn minn lét mig gera allskonar hluti til að kveikja almennilega á taugkerfinu og koma hjartslættinum í gang. Þegar ég kem út á gólf þá er ég tilbúinn í hvað sem er,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara fékk allan salinn nokkrum sinnum til að skellihlæja meðal annars þegar hún sagði frá sínum viðbrögðum sínum við æfingunum en hún lét eins og hún hafi ekki heyrt hvað hún átti að fara gera. „Upphitunin snýst bara um að koma skrokknum í samband og vera tilbúin í hvað sem er. Adrenalínið hjálpar líka mikið,“ sagði Sara síðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og er nú aftur í þeirri stöðu að vera að verja titilinn aftur. Hvernig er það fyrir hana að vera sú sem allir ætla að vinna? „Keppnin í fyrra er löngu búin og hún hjálpar mér ekkert á þessu tímabili. Ég fær engin aukastig fyrir að hafa unnið í fyrra. Fyrir mig snýst þetta því um að halda mér í núinu og æfa eins vel og ég get,“ sagði Katrín Tanja. Katrín Tanja er með þjálfara en ekki Sara. „Ég ákvað að hafa ekki þjálfara í ár. Ég er því alveg sjálfstæð í ár. Ég vildi bara láta reyna á þetta. Ég hætti að vinna með gamla þjálfaranum mínum í nóvember og allt hefur gengið svo vel síðan þá að ég ákvað að halda því bara áfram,“ sagði Sara og hún fékk þá allan salinn til að skellihlæja aftur enda gamli þjálfari Söru ekki beint að líta vel út. En var því gott að losna við gamla þjálfarann? „Nei, ég meinti þetta ekki þannig,“ sagði Sara hlæjandi . Það er hægt að allt viðtalið við þær Katrínu Tönju og Söru í myndbandinu hér fyrir neðan en á undan er sjálf keppnin þær sem þær tóku vel á því.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11 Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Sjá meira
Katrín Tanja hafði betur gegn Söru eftir æsispennandi endasprett Spennandi keppni hjá íslensku kempunum í Wisconsin í kvöld. 24. mars 2017 00:11
Íslensku crossfit drottningarnar settu markið hátt fyrir aðra keppendur á The Open Íslensku crossfit-drottningarnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir háðu mikið einvígi í nótt í tilefni af því að fimmta og síðasta æfingaröðin á The Open var tilkynnt. 24. mars 2017 09:00