Forsetinn segir erjur um uppruna Snorra og fisk ekki skyggja á vináttu Íslendinga og Norðmanna Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 20:30 Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forseti Íslands til að koma í opinbera heimsókn til Noregs í tuttugu ár, eða frá því Ólafur Ragnar Grímsson fór þangað í heimsókn árið 1997. Ólafur V Noregskonungur og Sonja drottning buðu samkvæmt hefðinni forsetanum og Elísu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í höll sinni í gærkvöldi, þar sem þjóðarleiðtogarnir fluttu skálræður þjóðum hvors annars til heilla. Guðni rifjaði upp konugasögur Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, en þjóðirnar hefðu oft tekist bróðurlega á um þjóðerni Snorra. „Við verðum aldrei alveg sammála um allar hliðar sögu okkar og samtíð. Íslendingum og Norðmönnum þessum miklu vinaþjóðum hefur meira að segja tekist að eiga í deilum, auðvitað um fisk,“ sagði forsetinn og skálaði fyrir Haraldi, Sonju og norsku þjóðinni. Guðni sagði þessar erjur ekki skyggja á vináttu þjóðanna sem ætti sér djúpar sögulegar rætur. Haraldur V Noregskonungur sagði ánægjulegt að fá höfðinglega heimsókn frá Íslandinú þegar tuttugu ár væru síðan slík heimsókn hefði átt sér stað síðast. „Þegar góðir vinir hittast tala þeir oft um gamla daga og við höfum margt til að tala um. Til dæmis hve mikilvægur sameiginlegur sagnaarfur okkar er. Þekkingin á norskri sögu væri mun minni án íslensku sagnanna,“ sagði Noregskonungur og skálaði fyrir forsetahjónunum og íslensku þjóðinni. Haraldur V Noregskonungur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Forseti íslands sagði í ræðu í hátíðarkvöldverði Haraldar fimmta Noregskonungs í gær að þjóðirnar tvær hefðu oft tekist á um fisk og uppruna skálda og annarra stórra sögulegra persóna, en alltaf gert það í bróðerni. Guðni Th. Jóhannesson er fyrsti forseti Íslands til að koma í opinbera heimsókn til Noregs í tuttugu ár, eða frá því Ólafur Ragnar Grímsson fór þangað í heimsókn árið 1997. Ólafur V Noregskonungur og Sonja drottning buðu samkvæmt hefðinni forsetanum og Elísu Reid forsetafrú til hátíðarkvöldverðar í höll sinni í gærkvöldi, þar sem þjóðarleiðtogarnir fluttu skálræður þjóðum hvors annars til heilla. Guðni rifjaði upp konugasögur Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, en þjóðirnar hefðu oft tekist bróðurlega á um þjóðerni Snorra. „Við verðum aldrei alveg sammála um allar hliðar sögu okkar og samtíð. Íslendingum og Norðmönnum þessum miklu vinaþjóðum hefur meira að segja tekist að eiga í deilum, auðvitað um fisk,“ sagði forsetinn og skálaði fyrir Haraldi, Sonju og norsku þjóðinni. Guðni sagði þessar erjur ekki skyggja á vináttu þjóðanna sem ætti sér djúpar sögulegar rætur. Haraldur V Noregskonungur sagði ánægjulegt að fá höfðinglega heimsókn frá Íslandinú þegar tuttugu ár væru síðan slík heimsókn hefði átt sér stað síðast. „Þegar góðir vinir hittast tala þeir oft um gamla daga og við höfum margt til að tala um. Til dæmis hve mikilvægur sameiginlegur sagnaarfur okkar er. Þekkingin á norskri sögu væri mun minni án íslensku sagnanna,“ sagði Noregskonungur og skálaði fyrir forsetahjónunum og íslensku þjóðinni.
Haraldur V Noregskonungur Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Noregur Kóngafólk Tengdar fréttir Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58 Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ræddu Ófærð og Skam í norsku konungshöllinni: Guðni sagði íslensk ungmenni sletta á norsku vegna Skam Forsetinn sagði það vera orð sem ekki væri við hæfi að endurtaka við hátíðarkvöldverð í höllinni 21. mars 2017 22:58
Guðni og Elíza í opinberri heimsókn í Noregi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid eiginkona hans hófu tveggja daga opinbera heimsókn til Noregs í morgun. 21. mars 2017 19:18