Metnaður í mikilvægum greinum Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. mars 2017 07:00 Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað? Veruleikinn í íslensku atvinnulífi er því miður sá að mörg fyrirtæki og margar greinar skortir fagmenntað fólk og sú staðreynd kemur niður á afkastagetu þeirra. Það er ekki lengur framtíðarógn heldur staðreynd að nýliðun er ábótavant og fagmenn standa frammi fyrir miklum vanda. Íslenskt atvinnulíf hefur vissulega aðgang að öflugum nemendum sem ljúka metnaðarfullu námi, en betur má ef duga skal. Hlutfall þeirra sem velja iðn-, tækni- og verknám að loknu grunnskólanámi verður að hækka og megináhersla okkar sem vinnum að menntamálum verður á næstu misserum að stuðla að því að svo verði. Hindranir Í þessari vinnu eru þó nokkrar hindranir sem mikilvægt er að menntakerfið í samstarfi við atvinnulífið skoði saman og þrói með þeim hætti að námið sé aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á að mennta sig í þessum greinum. Í því sambandi þarf að horfa jafnt til ímyndarmála og kerfisins sem menntuninni eru búnar. Hvað ímynd varðar þá virðist sú mynd sem margir hafa af tilteknum iðngreinum lítið eiga skylt við raunveruleikann t.d. hvað varðar snyrtimennsku, vinnuaðstöðu, verkefni og tekjur. Eins hafa fyrirframgefnar hugmyndir varðandi hlutverk kynjanna verið áberandi og hlutur kvenna í iðn-, tækni- og verknámi hefur ekki verið jafn hár og eðlilegt mætti teljast í samfélagi sem komið er jafn langt í jafnréttisumræðunni og raun ber vitni. Hvað varðar kerfislægan vanda má m.a. benda á það óöryggi og flækjustig sem fylgt getur því að nemendur útvegi sér samning í þeirri grein sem sótt er um nám í, ferlið verður flóknara og þegar við bætist námstími sem er, eftir nýjustu breytingar, orðinn lengri en hefðbundið bóknám til stúdentsprófs vinnur það ekki með greinunum. Við þetta bætist svo að enn eru leiðir til framhaldsnáms óskýrar, margar iðngreinar eru skilgreindar sem fámennar iðngreinar sem veldur því að erfitt er að halda uppi hefðbundnu námi og mikilvægt er að þróa leið sem gerir nemendum á landsbyggðinni kleift að ljúka námi í iðngreinum í sinni heimabyggð, enda eru menntamál líka byggðamál. Framtíðin er björt, við eigum einstaklega hæfileikaríkt ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig nám í iðn-, verk- og tæknigreinum en við þurfum að auka veg þessara greina hvað fjölda nemenda varðar og þá sér í lagi að horfa til þess að auka hlut ungra kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað? Veruleikinn í íslensku atvinnulífi er því miður sá að mörg fyrirtæki og margar greinar skortir fagmenntað fólk og sú staðreynd kemur niður á afkastagetu þeirra. Það er ekki lengur framtíðarógn heldur staðreynd að nýliðun er ábótavant og fagmenn standa frammi fyrir miklum vanda. Íslenskt atvinnulíf hefur vissulega aðgang að öflugum nemendum sem ljúka metnaðarfullu námi, en betur má ef duga skal. Hlutfall þeirra sem velja iðn-, tækni- og verknám að loknu grunnskólanámi verður að hækka og megináhersla okkar sem vinnum að menntamálum verður á næstu misserum að stuðla að því að svo verði. Hindranir Í þessari vinnu eru þó nokkrar hindranir sem mikilvægt er að menntakerfið í samstarfi við atvinnulífið skoði saman og þrói með þeim hætti að námið sé aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á að mennta sig í þessum greinum. Í því sambandi þarf að horfa jafnt til ímyndarmála og kerfisins sem menntuninni eru búnar. Hvað ímynd varðar þá virðist sú mynd sem margir hafa af tilteknum iðngreinum lítið eiga skylt við raunveruleikann t.d. hvað varðar snyrtimennsku, vinnuaðstöðu, verkefni og tekjur. Eins hafa fyrirframgefnar hugmyndir varðandi hlutverk kynjanna verið áberandi og hlutur kvenna í iðn-, tækni- og verknámi hefur ekki verið jafn hár og eðlilegt mætti teljast í samfélagi sem komið er jafn langt í jafnréttisumræðunni og raun ber vitni. Hvað varðar kerfislægan vanda má m.a. benda á það óöryggi og flækjustig sem fylgt getur því að nemendur útvegi sér samning í þeirri grein sem sótt er um nám í, ferlið verður flóknara og þegar við bætist námstími sem er, eftir nýjustu breytingar, orðinn lengri en hefðbundið bóknám til stúdentsprófs vinnur það ekki með greinunum. Við þetta bætist svo að enn eru leiðir til framhaldsnáms óskýrar, margar iðngreinar eru skilgreindar sem fámennar iðngreinar sem veldur því að erfitt er að halda uppi hefðbundnu námi og mikilvægt er að þróa leið sem gerir nemendum á landsbyggðinni kleift að ljúka námi í iðngreinum í sinni heimabyggð, enda eru menntamál líka byggðamál. Framtíðin er björt, við eigum einstaklega hæfileikaríkt ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig nám í iðn-, verk- og tæknigreinum en við þurfum að auka veg þessara greina hvað fjölda nemenda varðar og þá sér í lagi að horfa til þess að auka hlut ungra kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun