Alonso: Ég er búinn undir erfiða helgi í Ástralíu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. mars 2017 18:15 Fernando Alonso býst við erfiðri helgi hjá McLaren-Honda liðinu. Vísir/Getty Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins segist undirbúinn fyrir erfiða helgi í Ástralíu u komandi helgi. Æfingarnar fyrir tímabilið hefðu varla geta verið mikil verri fyrir McLaren-Honda. Liðið náði mest að sauma saman 11 hringja lotu á æfingunum. Áreiðanleiki Honda vélarinnar lék liðið afar grátt. McLaren-Honda var níunda fljótasta liðið á æfingunum, af tíu liðum. Vandamál Honda eru fólgin í titringi vélarinnar. Hún hristist svo mikið að rafkerfið hangir ekki saman. Að sögn Eric Boullier, keppnisstjóra McLaren-Honda er Honda að vinna að öllu afli að því að laga vandamálin fyrir keppnina í Ástralíu. „Upphaf nýs tímabils kallar fram allskonar tilfinningar, mikla spennu yfir því að fara að keppa aftur og óvissuna sem fylgir nýrri formúlu sem gerð var með nýjum reglum,“ sagði Fernando Alonson. „Ég er mjög spenntur að takast á við 2017 og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig kappaksturinn verður í kjölfar þessara breytinga.“ „Við vitum nú þegar að íþróttin er meira líkamlega krefjandi og það er erfiðara að aka bílunum. Sem ökumenn er það nákvæmlega það sem við vildum sjá í nýjum reglum, ég vona að það skili sér í baráttuna á brautinni.“ Að lokum snéri Alonso sér að markmiðum liðsins í fyrstu keppni tímabilsins. „Eftir tvær erfiðar vikur á æfingum erum við undirbúin fyrir erfiða helgi í Melbourne.“ „Fyrsta skrefið verður að vinna að auknum áreiðanleika áður en við getum farið að gera okkur grein fyrir hvar við stöndum gagnvart öðrum, og við munum reyna að njóta helgarinnar eins og við getum,“ sagði Alonso að lokum. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is. Formúla Tengdar fréttir McLaren athugar möguleikan á að fá Mercedes vél McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes. 16. mars 2017 22:30 Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. 17. mars 2017 22:00 Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins segist undirbúinn fyrir erfiða helgi í Ástralíu u komandi helgi. Æfingarnar fyrir tímabilið hefðu varla geta verið mikil verri fyrir McLaren-Honda. Liðið náði mest að sauma saman 11 hringja lotu á æfingunum. Áreiðanleiki Honda vélarinnar lék liðið afar grátt. McLaren-Honda var níunda fljótasta liðið á æfingunum, af tíu liðum. Vandamál Honda eru fólgin í titringi vélarinnar. Hún hristist svo mikið að rafkerfið hangir ekki saman. Að sögn Eric Boullier, keppnisstjóra McLaren-Honda er Honda að vinna að öllu afli að því að laga vandamálin fyrir keppnina í Ástralíu. „Upphaf nýs tímabils kallar fram allskonar tilfinningar, mikla spennu yfir því að fara að keppa aftur og óvissuna sem fylgir nýrri formúlu sem gerð var með nýjum reglum,“ sagði Fernando Alonson. „Ég er mjög spenntur að takast á við 2017 og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig kappaksturinn verður í kjölfar þessara breytinga.“ „Við vitum nú þegar að íþróttin er meira líkamlega krefjandi og það er erfiðara að aka bílunum. Sem ökumenn er það nákvæmlega það sem við vildum sjá í nýjum reglum, ég vona að það skili sér í baráttuna á brautinni.“ Að lokum snéri Alonso sér að markmiðum liðsins í fyrstu keppni tímabilsins. „Eftir tvær erfiðar vikur á æfingum erum við undirbúin fyrir erfiða helgi í Melbourne.“ „Fyrsta skrefið verður að vinna að auknum áreiðanleika áður en við getum farið að gera okkur grein fyrir hvar við stöndum gagnvart öðrum, og við munum reyna að njóta helgarinnar eins og við getum,“ sagði Alonso að lokum. Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Formúla Tengdar fréttir McLaren athugar möguleikan á að fá Mercedes vél McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes. 16. mars 2017 22:30 Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. 17. mars 2017 22:00 Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
McLaren athugar möguleikan á að fá Mercedes vél McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes. 16. mars 2017 22:30
Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað. 17. mars 2017 22:00
Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils. 20. mars 2017 22:00