Tók metið í starfi Sigurðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 06:00 Friðrik Ingi Rúnarsson. vísir/anton Keflvíkingar eru heldur betur búnir að finna sjálfa sig á ný inn á körfuboltavellinum og þeir geta þakkað Njarðvíkingnum Friðriki Inga Rúnarssyni fyrir það. Keflavík hefur unnið sex af átta leikjum sínum síðan að Friðrik tók við liðinu og Keflvíkingar sjá nú langþráð sæti í undanúrslitum í hillingum. Keflavík er komið í 2-0 í einvígi sínu á móti Tindastól og fær þrjá nú þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn í sex ár. Keflavík sem komst í tíu undanúrslit af ellefu mögulegum frá 2001 til 2011 hefur dottið út úr átta liða úrslitunum undanfarin fimm ár. Þeir sem höfðu áhyggjur af því að þjálfaraferill Friðriks Inga Rúnarssonar væri á enda runninn eftir að hann hætti óvænt með Njarðvíkurliðið síðasta vor, þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því í dag.Fann fjórða og fimmta gírinn Friðrik Ingi lítur nú út eins og endurfæddur maður á hliðarlínunni fullur af orku og eldmóði. Hann er jafnframt búinn að finna fjórða og fimmta gír Keflavíkurliðsins sem fundust ekki áður en hann mætti á Sunnubrautina. Það hefur margt breyst í Keflavík síðan að Friðrik Ingi mætti á svæðið í bikarúrslitaleikjahléinu í febrúar. Keflavíkurliðið riðaði þá til falls eftir tvö töp í röð og sjö tapleiki frá því í nóvember. Þá sáu fáir glitta í lið sem var líklegt til að fara að berjast um titilinn seinna um vorið enda jafnlangt niður í fallsæti og í upp í sjöunda sætið. Friðrik Ingi er ekki aðeins búinn að breyta gengi Keflavíkurliðsins svo um munaði heldur er hann búinn að gera Hörð Axel Vilhjálmsson að besta leikstjórnandanum í deildinni og gera Amin Stevens að óstöðvandi afli inn í teig. Hann er líka langt kominn með að enda sex ára bið Keflvíkinga eftir leik í undanúrslitum og um leið búinn að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar. Nú hefur Friðrik Ingi Rúnarsson tekið metið af Sigurði Ingimundarsyni yfir flesta sigurleiki þjálfara í úrslitakeppni og gerði það í starfinu hans Sigurðar en Sigurður vann næstum því alla leikina sem þjálfari Keflavíkur. Friðrik Ingi missti metið til Sigurðar í úrslitakeppninni 2009.Átti metið í átta ár Sigurðar var því búinn að eiga metið í átta ár en hann jafnaði Friðrik Inga þegar Keflavíkurliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðast vorið 2008. Lokaleikurinn var 58. sigurinn hjá liði undir stjórn Sigurðar í úrslitakeppni. Sigurður eignaðist metið einn ári seinna og hefur átt það þar til í ár. Friðrik Ingi hefur þegar gert bæði Njarðvík (1991, 1998) og Grindavík (1996) að Íslandsmeisturum og nú velta margir því fyrir sér hvort að hann sé búinn að blanda í meistaralið í Keflavík. Fyrst á dagskrá er þó að ná þriðja sigrinum á móti Stólunum en næsti leikur er á Króknum á miðvikudagskvöldið. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Keflvíkingar eru heldur betur búnir að finna sjálfa sig á ný inn á körfuboltavellinum og þeir geta þakkað Njarðvíkingnum Friðriki Inga Rúnarssyni fyrir það. Keflavík hefur unnið sex af átta leikjum sínum síðan að Friðrik tók við liðinu og Keflvíkingar sjá nú langþráð sæti í undanúrslitum í hillingum. Keflavík er komið í 2-0 í einvígi sínu á móti Tindastól og fær þrjá nú þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn í sex ár. Keflavík sem komst í tíu undanúrslit af ellefu mögulegum frá 2001 til 2011 hefur dottið út úr átta liða úrslitunum undanfarin fimm ár. Þeir sem höfðu áhyggjur af því að þjálfaraferill Friðriks Inga Rúnarssonar væri á enda runninn eftir að hann hætti óvænt með Njarðvíkurliðið síðasta vor, þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því í dag.Fann fjórða og fimmta gírinn Friðrik Ingi lítur nú út eins og endurfæddur maður á hliðarlínunni fullur af orku og eldmóði. Hann er jafnframt búinn að finna fjórða og fimmta gír Keflavíkurliðsins sem fundust ekki áður en hann mætti á Sunnubrautina. Það hefur margt breyst í Keflavík síðan að Friðrik Ingi mætti á svæðið í bikarúrslitaleikjahléinu í febrúar. Keflavíkurliðið riðaði þá til falls eftir tvö töp í röð og sjö tapleiki frá því í nóvember. Þá sáu fáir glitta í lið sem var líklegt til að fara að berjast um titilinn seinna um vorið enda jafnlangt niður í fallsæti og í upp í sjöunda sætið. Friðrik Ingi er ekki aðeins búinn að breyta gengi Keflavíkurliðsins svo um munaði heldur er hann búinn að gera Hörð Axel Vilhjálmsson að besta leikstjórnandanum í deildinni og gera Amin Stevens að óstöðvandi afli inn í teig. Hann er líka langt kominn með að enda sex ára bið Keflvíkinga eftir leik í undanúrslitum og um leið búinn að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar. Nú hefur Friðrik Ingi Rúnarsson tekið metið af Sigurði Ingimundarsyni yfir flesta sigurleiki þjálfara í úrslitakeppni og gerði það í starfinu hans Sigurðar en Sigurður vann næstum því alla leikina sem þjálfari Keflavíkur. Friðrik Ingi missti metið til Sigurðar í úrslitakeppninni 2009.Átti metið í átta ár Sigurðar var því búinn að eiga metið í átta ár en hann jafnaði Friðrik Inga þegar Keflavíkurliðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðast vorið 2008. Lokaleikurinn var 58. sigurinn hjá liði undir stjórn Sigurðar í úrslitakeppni. Sigurður eignaðist metið einn ári seinna og hefur átt það þar til í ár. Friðrik Ingi hefur þegar gert bæði Njarðvík (1991, 1998) og Grindavík (1996) að Íslandsmeisturum og nú velta margir því fyrir sér hvort að hann sé búinn að blanda í meistaralið í Keflavík. Fyrst á dagskrá er þó að ná þriðja sigrinum á móti Stólunum en næsti leikur er á Króknum á miðvikudagskvöldið.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum