Innlent

"Tillagan skýrir sig sjálf“

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. vísir/vilhelm
Þrír þingmenn Framsóknarflokkins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um samstarf Íslands og Bretlans samhliða úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu.

Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og ásamt honum eru Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir flutningsmenn hennar.

Þau leggja til að Alþingi álykti að fagna því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu skuli hafa verið dregin til baka og að ekki skuli sótt aftur um aðild að ESB, nema fyrir liggi vilji meiri hluta þjóðarinnar til að ganga í sambandi.

Þá er jafnframt lagt til að Alþingi álykti að utanríkisráðherra og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld beiti sér fyrir því að viðhalda og bæta viðskiptatengsl Íslands og Bretlands, auk annars tvíhliða samstarfs ríkjanna, samhliða úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu.+

Greinargerðin sem fylgir tillögunni er svo einungis fjögur orð:

„Tillagan skýrir sig sjálf.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×