Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2017 12:30 Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira