Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2017 12:00 Kristófer og Friðrik Ingi. vísir/daníel & ernir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“ Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum