Friðrik Ingi: Reiknaði með því að Kristófer kæmi í KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. mars 2017 12:00 Kristófer og Friðrik Ingi. vísir/daníel & ernir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“ Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Kristófer Acox sé kominn heim og verði með KR í næsta leik gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar karla. „Þegar maður er búinn að vera lengi í þessi þá er fátt sem kemur manni á óvart. Þetta hefur verið í umræðunni í margar vikur og maður heyrði fyrst af þessu áður en ég tók við Keflavíkur-liðinu. Þetta kom mér því ekki á óvart. Ég reiknaði frekar með því,“ segir Friðrik Ingi en hverju breytir þetta fyrir rimmu liðanna? „Það er ekki auðvelt að segja til um það. Þetta er auðvitað frábær leikmaður sem tekur einhverjar mínútur frá einhverjum. Hann er samt ekki að koma inn til að taka ábyrgð á háu skori og breyta taktinum þar. Hann tekur frekar mola hér og þar. Ef það gengur upp þá mun hann hjálpa þeim helling. „Svo veit maður aldrei. Hlutirnir geta líka snúist upp í andhverfu sína og maður hefur séð það gerast. Maður veit því ekki hvernig þetta mun þróast og svo sem ekki mitt mál. En þetta er drengur góður og frábær körfuboltamaður.“Sjá einnig: Kristófer: Get ekki beðið eftir að spila aftur með KR KR-liðið sýndi allar sínu bestu hliðar gegn Keflavík í gær en telur Friðrik að svona viðbót geti eitthvað raskað jafnvæginu í KR-liðinu og hann geti þá nýtt sér það? „Það eru dæmi um það en KR-liðið er líklega það lið sem getur best ráðið við svona stöðu. Svona hópur kann alveg að höndla þetta. Það er svo mikil reynsla þarna. Ef við tökum Jón Arnór Stefánsson sem dæmi. Þetta er okkar besti leikmaður frá upphafi og hann er algjörlega laus við allan rembing. Ef að hann skorar einhverjum stigum minna út af svona þá er honum alveg sama. Hann bætir þá bara liðið upp á öðrum stöðum sem aðeins þeir gleggstu taka eftir. Ég held það þurfi mikið að ganga á til að þetta hafi neikvæð áhrif á KR.“ Mörgum finnst það fáranlegt að leikmaður geti hoppað inn í lið um miðja úrslitakeppni. Það er hins vegar löglegt og hreyfingin hefur ekki viljað standa í vegi fyrir því að uppaldir leikmenn sem eru í námi erlendis geti komið heim og spilað með sínu liði. „Þetta er leyfilegt og ekkert út á það að setja. Það eru mörg dæmi um svona hérna heima. Þetta hefur verið gert í áratugi en meira áberandi á seinni tímum þar sem íþróttin er stærri og umfjöllun meiri. Það væri kannski allt í lagi að skoða þessi mál á þingi og mér finnst það aðeins hafa aukist í umræðunni um hvort það eigi að loka á þetta.“
Dominos-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira