Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2017 22:15 Devin Nunes liggur undir gagnrýni fyrir að hlaupa til Trump með upplýsingar úr rannsókn þingnefndar á tengslum samstarfsmanna hans við Rússland. Vísir/EPA Tveir starfsmenn Hvíta hússins voru heimildarmenn formanns leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings fyrir því að bandaríska leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samtöl samstarfsmanna Donalds Trump. New York Times hefur þetta eftir ónefndum embættismönnum. Mikla athygli vakti þegar Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í síðustu viku að gögn sýndu að leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samskipti samstarfsmanna Donalds Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Fór hann sérstaklega á fund Trump til að upplýsa hann um þetta. Í kjölfarið sagðist Trump telja að það réttlætti að einhverju leyti rakalausar fullyrðingar hans um að Barack Obama hafi látið hlera hann í fyrra. Útspil Nunes var umdeilt því að hann stjórnar rannsókn nefndarinnar á meintum tengslum Trump og félaga við Rússland. Nunes upplýsti félaga sína í þingnefndinni ekki um hvers hann hefði orðið áskynja áður en hann fór með það í fjölmiðla. Hann hefur síðan þverneitað að upplýsa hver veitti honum upplýsingarnar en viðurkenndi þó að það hefði gerst á lóð Hvíta hússins. Nunes hefur lýst heimildarmönnum sínum sem „uppljóstrurum“ sem hafi greint frá opinberu misferli.Donald Trump taldi orð Nunes um að gögn væru til um hleranir á samskiptum samstarfsmanna hans réttlættu ásakanir hans á hendur Obama um hleranir.Vísir/EPAByrjaði sjálfur að fletta í gegnum leyniskjölNú greinir New York Times frá því að heimildarmenn Nunes hafi verið starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins sem Trump skipaði í embætti og lögmaður sem starfar sem ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og vann áður fyrir Nunes. Heimildarmenn blaðsins segja að Ezra Cohen-Watnick, starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins, hafi byrjað að blaða í gegnum leynileg skjöl um hleranir á erlendum embættismönnum eftir að Trump setti ásakanir sínar um símhleranir fram á Twitter. Lögmaðurinn hafi svo upplýst Nunes um það sem Cohen-Watnick fann í skjölunum. Gögnin sem um ræðir eru skjöl um njósnir um erlenda embættismenn sem bandaríska leyniþjónustan hlerar reglulega. New York Times segir að þau sýni að rússneskir embættismenn ræddu um samstarfsmenn Trump og hvernig þeir gætu myndað tengsl við fjölskyldu hans og innsta hring fyrir valdatöku hans.Fréttavefsíðan Vox segir að draga megi þá ályktun af frétt New York Times að COhen-Watnick hafi verið að slægja skjölin eftir hverju sem er sem gæti stutt fullyrðingar Trump um hleranir. Jafnvel áður en frétt New York Times birtist í dag átti Nunes í vök að verjast. Demókratar í leyniþjónustunefndinni hafa kallað eftir því að hann dragi sig í hlé frá rannsókninni vegna framhlaupsins. Til stóð að nefndin yfirheyrði vitni í þessari viku, þar á meðal James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Nunes aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum í bili. Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49 Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tveir starfsmenn Hvíta hússins voru heimildarmenn formanns leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings fyrir því að bandaríska leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samtöl samstarfsmanna Donalds Trump. New York Times hefur þetta eftir ónefndum embættismönnum. Mikla athygli vakti þegar Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í síðustu viku að gögn sýndu að leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samskipti samstarfsmanna Donalds Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Fór hann sérstaklega á fund Trump til að upplýsa hann um þetta. Í kjölfarið sagðist Trump telja að það réttlætti að einhverju leyti rakalausar fullyrðingar hans um að Barack Obama hafi látið hlera hann í fyrra. Útspil Nunes var umdeilt því að hann stjórnar rannsókn nefndarinnar á meintum tengslum Trump og félaga við Rússland. Nunes upplýsti félaga sína í þingnefndinni ekki um hvers hann hefði orðið áskynja áður en hann fór með það í fjölmiðla. Hann hefur síðan þverneitað að upplýsa hver veitti honum upplýsingarnar en viðurkenndi þó að það hefði gerst á lóð Hvíta hússins. Nunes hefur lýst heimildarmönnum sínum sem „uppljóstrurum“ sem hafi greint frá opinberu misferli.Donald Trump taldi orð Nunes um að gögn væru til um hleranir á samskiptum samstarfsmanna hans réttlættu ásakanir hans á hendur Obama um hleranir.Vísir/EPAByrjaði sjálfur að fletta í gegnum leyniskjölNú greinir New York Times frá því að heimildarmenn Nunes hafi verið starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins sem Trump skipaði í embætti og lögmaður sem starfar sem ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og vann áður fyrir Nunes. Heimildarmenn blaðsins segja að Ezra Cohen-Watnick, starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins, hafi byrjað að blaða í gegnum leynileg skjöl um hleranir á erlendum embættismönnum eftir að Trump setti ásakanir sínar um símhleranir fram á Twitter. Lögmaðurinn hafi svo upplýst Nunes um það sem Cohen-Watnick fann í skjölunum. Gögnin sem um ræðir eru skjöl um njósnir um erlenda embættismenn sem bandaríska leyniþjónustan hlerar reglulega. New York Times segir að þau sýni að rússneskir embættismenn ræddu um samstarfsmenn Trump og hvernig þeir gætu myndað tengsl við fjölskyldu hans og innsta hring fyrir valdatöku hans.Fréttavefsíðan Vox segir að draga megi þá ályktun af frétt New York Times að COhen-Watnick hafi verið að slægja skjölin eftir hverju sem er sem gæti stutt fullyrðingar Trump um hleranir. Jafnvel áður en frétt New York Times birtist í dag átti Nunes í vök að verjast. Demókratar í leyniþjónustunefndinni hafa kallað eftir því að hann dragi sig í hlé frá rannsókninni vegna framhlaupsins. Til stóð að nefndin yfirheyrði vitni í þessari viku, þar á meðal James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Nunes aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum í bili.
Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49 Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49
Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40