Hverjir högnuðust með Ólafi? Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst Guðmundsson hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. vísir/hari Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur