Fátt um svör frá Hauck & Aufhäuser Sæunn Gísladóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Martin Zeil. vísir/EPA Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Aðilar tengdir Hauck & Aufhäuser benda hver á annan þegar þeir eru spurðir um aðild þýska bankans að kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Martin Zeil, fyrrverandi forstöðumaður lögfræðisviðs bankans, hafi á tíma sölunnar tekið þátt í blekkingunni og hylmt yfir hverjir væru raunverulegir eigendur að hlut Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum. Í skriflegu svari segir Martin Zeil, sem nú starfar á lögfræðistofu, að Kjartani Björgvinssyni, formanni rannsóknarnefndarinnar, hafi nú þegar verið gert ljóst að Zeil hafi hætt hjá bankanum fyrir löngu og sé því ekki í stöðu til að tjá sig um atburð sem átti sér stað fyrir fjórtán árum. Hann biður um að fyrirspurnum sé þess í stað beint til Hauck & Aufhäuser. Sandra Freimuth, fjölmiðlafulltrúi hjá Hauck & Aufhäuser, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa fengið skýrslu rannsóknarnefndar og vissi því lítið um málið. Í skriflegu svari sagði hún að í ljósi þess að Hauck & Aufhäuser hafi ekki fengið skýrsluna, og vegna þess hve langt er síðan salan fór fram og að bankinn eigi ekki gögn sem tengjast sölunni, geti bankinn ekki tjáð sig um málið. Auk þess starfi þeir sem aðstoðuðu Ólaf Ólafsson í blekkingarleiknum ekki lengur hjá bankanum. Hún svaraði því ekki hvort málið hefði áhrif á orðstír bankans. Helmut Landwehr, meðeigandi og framkvæmdastjóri í þýska bankanum Hauck & Aufhäuser segist ekki geta fullyrt hvort hugmyndin var að Hauck & Aufhäuser yrði aldrei raunverulegur eigandi. „Það sem ég man, og þetta var fyrir löngu síðan, er að bankinn var í raun fjárvörsluaðili. Hann keypti hlut í Búnaðarbankanum og sá um þann hlut fyrir einhvern sem hagnaðist á því, en ég man ekki hver það var,“ segir Landwehr. Landwehr segir að aðkoma Hauck & Aufhäuser að Búnaðarbankanum hafi verið rædd á fundum meðal hluthafa. Hann segist þó ekki hafa vitað að á Íslandi hafi Hauck & Aufhäuser verið látinn líta út sem raunverulegar eigandi hlutarins. „Ég ferðaðist aldrei til Íslands, ég sá um annan hluta af bankanum, en sem meðeigandi heyrði ég af viðskiptunum á fundi. Á þessum tíma var engin ástæða til að halda að málið hefði ekki verið meðhöndlað á réttan hátt,“ segir Landwehr. Hann segist ekki hafa haft vitneskju um hvernig málið þróaðist. „Ég held að það hafi verið hugmyndir um að við myndum taka virkan þátt í eignarhaldinu á Íslandi. En svo kom endurskipulagning og sameiningar og þá var of áhættusamt að taka þátt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira