Handbolti

Alfreð og félagar skildu Ljónin eftir með sárt ennið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð var öllu glaðari í leikslok en hann er á þessari mynd.
Alfreð var öllu glaðari í leikslok en hann er á þessari mynd. vísir/getty
Kiel er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir sigur á Rhein-Neckar Löwen, 24-26, á útivelli í kvöld.

Ljónin unnu fyrri leikinn í Kiel með eins marks mun, 24-25, en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sneru dæminu við í kvöld og tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitunum.

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Löwen í leiknum í kvöld.

Alexander jafnaði metin í 24-24 rúmum sex mínútum fyrir leikslok. Það reyndist vera síðasta mark Ljónanna í leiknum.

Kiel spilaði sterkan varnarleik á lokakaflanum, skoraði tvö síðustu mörk leiksins og landaði sigri, 24-26.

Marko Vujin og Nikola Bilyk skoruðu fimm mörk hvor fyrir Kiel sem mætir Barcelona í 8-liða úrslitum. Leikirnir fara fram í lok apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×