Annie Mist og Katrín Tanja hafa báðar þénað yfir 65 milljónir í crossfit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 16:10 Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir eru allar ofarlega á listanum. Vísir/Daníel Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru þær konur sem hafa þénað mest á mótum á vegum CrossFit sambandsins en The Barbell Spin tók saman tölurnar yfir hæsta verðlaunaféð hjá crossfit stelpunum. Það er ljóst á þessum tölum að stelpurnar okkar fá vel borgað fyrir að komast í hóp þeirra bestu á heimsleikunum. Það má heldur ekki gleyma að góður árangur skilar líka af sér auglýsingasamningum og betri styrktaraðilum. Annie Mist Þórisdóttir var sú fyrsta til að vinna heimsleikana tvö ár í röð og hún er sú sem hefur þénað mest á crossfit mótum eða alls 599 þúsund dollara. Það eru meira en 67 milljónir íslenskra króna samkvæmt núverandi gengi. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og hún nálgast óðum Annie Mist á þessum lista. Katrín Tanja hefur fengið 582 þúsund dollara í verðlaunafé sem er um 65 milljónir íslenskra króna. Annie Mist og Katrín Tanja eru í nokkrum sérflokki á tekjulistanum en þriðja er Sam Briggs með 369 þúsund dollara. Það eru tæpar 42 milljónir og 23 milljónum minna en næsta fyrir ofan hana sem er eins og kunnugt er Katrín Tanja. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er síðan í sjötta sæti listans með tekjur upp á 135 þúsund dollara eða rúmar fimmtán milljónir íslenskra króna. Sara hefur byrjað tímabilið vel og vann meðal annars The Open í fyrsta sinn á dögunum. Í greininni á The Barbell Spin kemur fram að verðlaunaféð er að hækka og því gæti góður árangur á árinu 2017 skilað góðu sæti á fyrrnefndum lista þegar CrossFit tímabilið klárast í haust. Það er hægt að lesa þessa úttekt The Barbell Spin með því að smella hér. CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru þær konur sem hafa þénað mest á mótum á vegum CrossFit sambandsins en The Barbell Spin tók saman tölurnar yfir hæsta verðlaunaféð hjá crossfit stelpunum. Það er ljóst á þessum tölum að stelpurnar okkar fá vel borgað fyrir að komast í hóp þeirra bestu á heimsleikunum. Það má heldur ekki gleyma að góður árangur skilar líka af sér auglýsingasamningum og betri styrktaraðilum. Annie Mist Þórisdóttir var sú fyrsta til að vinna heimsleikana tvö ár í röð og hún er sú sem hefur þénað mest á crossfit mótum eða alls 599 þúsund dollara. Það eru meira en 67 milljónir íslenskra króna samkvæmt núverandi gengi. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur unnið heimsleikana undanfarin tvö ár og hún nálgast óðum Annie Mist á þessum lista. Katrín Tanja hefur fengið 582 þúsund dollara í verðlaunafé sem er um 65 milljónir íslenskra króna. Annie Mist og Katrín Tanja eru í nokkrum sérflokki á tekjulistanum en þriðja er Sam Briggs með 369 þúsund dollara. Það eru tæpar 42 milljónir og 23 milljónum minna en næsta fyrir ofan hana sem er eins og kunnugt er Katrín Tanja. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er síðan í sjötta sæti listans með tekjur upp á 135 þúsund dollara eða rúmar fimmtán milljónir íslenskra króna. Sara hefur byrjað tímabilið vel og vann meðal annars The Open í fyrsta sinn á dögunum. Í greininni á The Barbell Spin kemur fram að verðlaunaféð er að hækka og því gæti góður árangur á árinu 2017 skilað góðu sæti á fyrrnefndum lista þegar CrossFit tímabilið klárast í haust. Það er hægt að lesa þessa úttekt The Barbell Spin með því að smella hér.
CrossFit Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira