Dönsk hagspeki og íslenzkir vextir Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. mars 2017 00:00 Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun