Leikur sem Keflavík þarf að vinna til að eiga möguleika í einvíginu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. mars 2017 07:00 Pavel Ermolinskij sækir hér að Reggie Dupree í leik KR og Keflavíkur fyrr í vetur. Það má búast við mikilli baráttu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Vísir/Anton Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta harðnar með hverri vikunni en í kvöld hefjast undanúrslitin í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla. Íslands-, bikar- og deildarmeistarar KR ríða á vaðið á heimavelli í kvöld gegn sterku liði Keflavíkur sem hefur bætt sig mikið með hverjum leik eftir áramót. Í hinni rimmunni, sem hefst annað kvöld, eigast við lið Stjörnunnar og Grindavíkur. Fréttablaðið leitaði til Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Þórs Þorlákshafnar, til að fá álit hans á tveimur undanúrslitaeinvígjunum. „Fyrsti leikurinn hjá KR og Keflavík mun segja okkur hvernig þessi rimma verður. Ég tel að það sé sá leikur sem Keflavík þarf að vinna til að eiga möguleika í einvíginu,“ segir Einar Árni. Hann bendir á að síðast þegar Keflavík spilaði í DHL-höllinni hafi liðið verið nálægt því að skella KR-ingum og sé því með sjálfstraustið í lagi. Keflavík skipti um þjálfara á nýju ári og réð Friðrik Inga Rúnarsson, sem hefur styrkt leik liðsins til muna. Sást það einna helst á því að Keflavík gerði sér lítið fyrir og sló sterkt lið Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum, einmitt eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í rimmunni á Sauðárkróki.Jón Arnór StefánssonVísir/AntonJón Arnór erfiður „Ef KR hins vegar klárar þennan leik með sannfærandi sigri þá er það það sem koma skal í seríunni,“ segir Einar Árni. „Það verður líka alltaf KR í hag eftir því sem leikirnir verða fleiri. Keflavík er mun viðkvæmara fyrir meiðslum og villuvandræðum, en KR býr við þann munað að eiga þéttan hóp þar sem vitað er að ákveðinn átta manna hópur mun koma við sögu.“ Einar Árni segir að það sé þó ýmislegt sem geti unnið með Keflavík í þessari rimmu, sérstaklega hvað varnarleikinn varðar. „Bakverðirnir eru hávaxnir og Reggie Dupree er mjög duglegur. Þá hafa stóru mennirnir hjá Keflavík skilað miklu í sóknarleik liðsins í vetur, sérstaklega Amin Stevens. Hann ætti að hafa betur gegn samlanda sínum hjá KR en hann þarf að vinna þá baráttu á báðum endum vallarins. Stevens þarf að spila góða vörn og frákasta vel til að Keflavík eigi von.“ Hann bendir þó á eins og svo margir aðrir hafa gert að KR hefur enn ekki náð að sýna allar sínar bestu hliðar í vetur. „Jón Arnór Stefánsson er til dæmis ekki búinn að sýna okkur hvað hann getur. Það vita allir hversu erfitt það er að eiga við hann þegar hann fer á flug.“Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar.Vísir/ErnirHægt að stöðva Stjörnuna Einar Árni spáir KR-ingum 3-1 sigri gegn Keflavík en á erfiðara með að spá um sigurvegara í hinni rimmu undanúrslitanna. „Það er auðvelt að spá Stjörnunni, liðinu sem varð í öðru sæti og vann KR tvisvar í vetur, sigri en Stjörnumenn hafa ekki alltaf verið sannfærandi í vetur. Ég reikna með því að þetta verði dúndureinvígi,“ segir hann. Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar, er einn besti leikmaður deildarinnar og verður það lykilatriði fyrir Grindavík að stöðva hann. Þá hefur Justin Shouse verið öflugur eftir að hann byrjaði að spila eftir höfuðmeiðsli. „Grindavík á sterka menn á móti Hlyni í frákastabaráttunni og Lewis Clinch er frábær varnarmaður sem gæti orðið erfiður viðureignar fyrir Shouse. Stjarnan hefur þó mikil gæði, þess vegna til að fara alla leið og verða meistari.“Justin Shouse.Vísir/Hanna Annar jóker í rimmunni verður framlag Stjörnumannsins Anthony Odunsi, sem hefur gengið upp og ofan í vetur. „Maður veit ekkert hvar maður hefur hann en það er ljóst að þetta mun velta mikið á honum. Odunsi þarf að vera stöðugur í þessum leikjum, þó svo að hann skili ekki endilega 30 stigum í hverju leik. Stjarnan hefur verið í basli þegar Odunsi hefur verið í meðalmennskunni.“ Einar Árni spáir því að heimavöllurinn verði mikilvægur í rimmunni. „Ég held að Grindavík taki sína heimaleiki. En ég spyr mig hvort Stjarnan geri það líka. Ég sé fyrir mér hnífjafnan oddaleik í þessari rimmu, þar sem dramatískar lokamínútur munu ráða úrslitum.“ Viðureign KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst með Domino’s-körfuboltakvöldi klukkan 19.00. Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta harðnar með hverri vikunni en í kvöld hefjast undanúrslitin í úrslitakeppni Domino’s-deildar karla. Íslands-, bikar- og deildarmeistarar KR ríða á vaðið á heimavelli í kvöld gegn sterku liði Keflavíkur sem hefur bætt sig mikið með hverjum leik eftir áramót. Í hinni rimmunni, sem hefst annað kvöld, eigast við lið Stjörnunnar og Grindavíkur. Fréttablaðið leitaði til Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Þórs Þorlákshafnar, til að fá álit hans á tveimur undanúrslitaeinvígjunum. „Fyrsti leikurinn hjá KR og Keflavík mun segja okkur hvernig þessi rimma verður. Ég tel að það sé sá leikur sem Keflavík þarf að vinna til að eiga möguleika í einvíginu,“ segir Einar Árni. Hann bendir á að síðast þegar Keflavík spilaði í DHL-höllinni hafi liðið verið nálægt því að skella KR-ingum og sé því með sjálfstraustið í lagi. Keflavík skipti um þjálfara á nýju ári og réð Friðrik Inga Rúnarsson, sem hefur styrkt leik liðsins til muna. Sást það einna helst á því að Keflavík gerði sér lítið fyrir og sló sterkt lið Tindastóls úr leik í 8-liða úrslitum, einmitt eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í rimmunni á Sauðárkróki.Jón Arnór StefánssonVísir/AntonJón Arnór erfiður „Ef KR hins vegar klárar þennan leik með sannfærandi sigri þá er það það sem koma skal í seríunni,“ segir Einar Árni. „Það verður líka alltaf KR í hag eftir því sem leikirnir verða fleiri. Keflavík er mun viðkvæmara fyrir meiðslum og villuvandræðum, en KR býr við þann munað að eiga þéttan hóp þar sem vitað er að ákveðinn átta manna hópur mun koma við sögu.“ Einar Árni segir að það sé þó ýmislegt sem geti unnið með Keflavík í þessari rimmu, sérstaklega hvað varnarleikinn varðar. „Bakverðirnir eru hávaxnir og Reggie Dupree er mjög duglegur. Þá hafa stóru mennirnir hjá Keflavík skilað miklu í sóknarleik liðsins í vetur, sérstaklega Amin Stevens. Hann ætti að hafa betur gegn samlanda sínum hjá KR en hann þarf að vinna þá baráttu á báðum endum vallarins. Stevens þarf að spila góða vörn og frákasta vel til að Keflavík eigi von.“ Hann bendir þó á eins og svo margir aðrir hafa gert að KR hefur enn ekki náð að sýna allar sínar bestu hliðar í vetur. „Jón Arnór Stefánsson er til dæmis ekki búinn að sýna okkur hvað hann getur. Það vita allir hversu erfitt það er að eiga við hann þegar hann fer á flug.“Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar.Vísir/ErnirHægt að stöðva Stjörnuna Einar Árni spáir KR-ingum 3-1 sigri gegn Keflavík en á erfiðara með að spá um sigurvegara í hinni rimmu undanúrslitanna. „Það er auðvelt að spá Stjörnunni, liðinu sem varð í öðru sæti og vann KR tvisvar í vetur, sigri en Stjörnumenn hafa ekki alltaf verið sannfærandi í vetur. Ég reikna með því að þetta verði dúndureinvígi,“ segir hann. Hlynur Bæringsson, miðherji Stjörnunnar, er einn besti leikmaður deildarinnar og verður það lykilatriði fyrir Grindavík að stöðva hann. Þá hefur Justin Shouse verið öflugur eftir að hann byrjaði að spila eftir höfuðmeiðsli. „Grindavík á sterka menn á móti Hlyni í frákastabaráttunni og Lewis Clinch er frábær varnarmaður sem gæti orðið erfiður viðureignar fyrir Shouse. Stjarnan hefur þó mikil gæði, þess vegna til að fara alla leið og verða meistari.“Justin Shouse.Vísir/Hanna Annar jóker í rimmunni verður framlag Stjörnumannsins Anthony Odunsi, sem hefur gengið upp og ofan í vetur. „Maður veit ekkert hvar maður hefur hann en það er ljóst að þetta mun velta mikið á honum. Odunsi þarf að vera stöðugur í þessum leikjum, þó svo að hann skili ekki endilega 30 stigum í hverju leik. Stjarnan hefur verið í basli þegar Odunsi hefur verið í meðalmennskunni.“ Einar Árni spáir því að heimavöllurinn verði mikilvægur í rimmunni. „Ég held að Grindavík taki sína heimaleiki. En ég spyr mig hvort Stjarnan geri það líka. Ég sé fyrir mér hnífjafnan oddaleik í þessari rimmu, þar sem dramatískar lokamínútur munu ráða úrslitum.“ Viðureign KR og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst með Domino’s-körfuboltakvöldi klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira