Jóhann: Langar að prófa KR Smári Jökull Jónsson skrifar 8. apríl 2017 18:43 Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur með sína menn í dag. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30