Jóhann: Langar að prófa KR Smári Jökull Jónsson skrifar 8. apríl 2017 18:43 Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur með sína menn í dag. Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur var alsæll í leikslok og stuðningsmenn Grindavíkur sungu stuðningssöngva honum til heiðurs þegar leiknum var lokið. Hann var afar ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu. „Þetta var bara príma, mjög gott. Ég er virkilega sáttur með niðurstöðuna. Frammistaðan var fáránlega góð. Ég reiknaði ekki með nærri 40 stiga sigri en miðað við þróunina þá vorum við mikið betri og langaði þetta miklu meira. Maður var á kafla farinn að vorkenna þeim hvað þeir voru slakir, ég viðurkenni það,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi í leikslok. „Við vorum mikið betri allt einvígið og eigum þetta fyllilega skilið. Við settum annan leikinn upp sem úrslitaleik, fyrsti leikurinn var plús. Í leik tvö voru þeir komnir í erfiða stöðu og í kvöld sást það þegar við tókum forystu að það kom örvænting í þeirra leik.“ Grindvíkingar fengu mikið framlag frá öllu liðinu og meðal annars 37 stig af bekknum í dag. „Við erum að fá hörku framlag af bekknum. Þorsteinn, Ingvi og svo Jens sem skilar flottum mínútum. Síðustu 15 mínúturnar var þetta bara vitleysa. Þá hittum við úr öllu og það gekk ekkert hjá þeim. Mínir menn eiga hrós skilið og heildarframmistaðan og holningin á liðinu er mjög góð og það er jákvætt,“ bætti Jóhann við. Að lokum langaði blaðamanni að fá að vita hvort Jóhann vildi frekar mæta KR eða Keflavík í úrslitum en þar leiðir KR 2-1 í einvíginu eftir sigur í spennuleik í gær. „Mig langar að svara sígildri spurningu með sígildu svari en það væri bara lygi. Það er eitthvað við KR-liðið sem heillar mig. Með fullri virðingu fyrir Keflavík og því sem er í gangi þar, þar sem Friðrik Ingi er að gera flotta hluti og stemmningin frábær, þá er eitthvað við KR sem heillar mig og mig langar að prófa,“ sagði Jóhann og bætti við að Jón Axel Guðmundsson myndi ekki leika með liðinu í úrslitakeppninni eins og orðrómur hefur verið um. „Það var verið að ferma bróður hans og hann fer aftur út á mánudag,“ sagði Jóhann en Jón Axel leikur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 69-104 | Grindavík í úrslit eftir yfirburðasigur Grindavík er komið í úrslit Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur á Stjörnunni í Garðabæ í dag. Grindavík vann alla þrjá leiki liðanna í einvíginu og mætir KR eða Keflavík í úrslitum. 8. apríl 2017 18:30