Markmiðin náðust í Slóvakíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2017 06:00 Elín Metta Jensen skoraði fyrra mark Íslands. vísir/anton Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var að mestu sáttur með það sem hann sá frá íslenska liðinu í leiknum gegn því slóvakíska í gær. „Það var nokkuð hvasst á vellinum þannig að þetta var kaflaskiptur leikur. Í fyrri hálfleik spiluðum við á móti miklum vindi. Við spiluðum 3-4-3 í fyrri hálfleik og það gekk á köflum vel. Við áttum margar góðar sóknarfærslur sem við vorum búin að æfa en það var smá taktleysi í ákvarðanatökum á síðasta þriðjunginum. Það var samt meira jákvætt en neikvætt,“ sagði Freyr. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir á 19. mínútu þegar Elín Metta Jensen skilaði fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur í netið. Það reyndist eina markið í fyrri hálfleik. Freyr skipti um leikkerfi í hálfleik, eins og hann var búinn að ákveða fyrir leik. Þær Elísa Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komu inn á fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur og Rakel Hönnudóttur og íslenska liðið fór í leikkerfið 4-2-3-1 sem það spilaði í undankeppni EM. „Við vildum sjá hvernig andstæðingurinn myndi bregðast við því og hvernig við myndum ráða við það. Það gekk vel og þetta riðlaði þeirra plönum. Við vorum með öll völd á vellinum með smá vind í bakið. Við ógnuðum markinu stöðugt, sköpuðum okkur fín upphlaup og töluvert af færum,“ sagði Freyr um þessa breytingu sem hann gerði í hálfleik. Íslenska liðið var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleik en mark númer tvö lét bíða eftir sér. Það kom þó loks á 78. mínútu þegar Berglind Björg skallaði hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið. Þetta var fyrsta landsliðsmark Berglindar Bjargar, í 24. landsleiknum. Að skora eftir fast leikatriði var eitt af þeim markmiðum sem Freyr setti fyrir leikinn í gær. „Við fórum inn í leikinn með það að markmiði að skora eftir ákveðnar sóknarfærslur og skora eftir fast leikatriði og það gekk eftir. Við ætluðum líka að hafa stjórn á skyndisóknum og föstum leikatriðum andstæðinganna og það gekk mjög vel. Það er margt sem við getum horft á jákvæðum augum en ég vil samt sjá aðeins skarpari hugsun á boltanum á móti Hollandi á þriðjudaginn,“ sagði Freyr sem var ánægður með varnarleik Íslands en Slóvakía skapaði lítið í leiknum. „Þær áttu eina góða aukaspyrnu sem Gugga varði vel og langskot sem hún þurfti að verja í horn. Annars vorum við með mjög góða stjórn á þeim. Þær ógnuðu sífellt í skyndisóknum en við náðum að hægja vel á þeim. Það var góð stjórnun aftast á vellinum hjá okkur, við féllum ekki niður of snemma og þorðum að vera hátt uppi á vellinum. Þær ógnuðu markinu ekki mikið,“ sagði Freyr sem segir erfitt að bera leikinn í gær saman við leikina á Algarve-mótinu þar sem Ísland spilaði við mun sterkari andstæðinga. „Við vorum að spila á móti toppþjóðum á Algarve en hérna vorum við sterkari aðilinn. Þetta var allt öðruvísi leikur. En ég get sagt að framfararnir hafi verið þær að við vorum stöðugt ógnandi og árásargjarnar í vítateignum,“ sagði Freyr. Hin 17 ára Agla María Albertsdóttir kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í sínum fyrsta landsleik. Freyr kvaðst ánægður með innkomu nýliðans sem fiskaði hornspyrnuna sem Ísland skoraði annað markið úr. „Hún er með gríðarlegan kraft og hugrekki. Hún kemur inn á og tekur tvö frábær hlaup á hárréttum tíma inn fyrir varnarlínu andstæðingsins. Hún er svona X-faktor, gerir óvænta hluti og er mjög hugrökk. Það er rosalega spennandi leikmaður. Auðvitað á hún eftir að læra helling en þessi ferð á eftir að gera heilmikið fyrir hana,“ sagði Freyr að lokum. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum á þriðjudaginn. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var að mestu sáttur með það sem hann sá frá íslenska liðinu í leiknum gegn því slóvakíska í gær. „Það var nokkuð hvasst á vellinum þannig að þetta var kaflaskiptur leikur. Í fyrri hálfleik spiluðum við á móti miklum vindi. Við spiluðum 3-4-3 í fyrri hálfleik og það gekk á köflum vel. Við áttum margar góðar sóknarfærslur sem við vorum búin að æfa en það var smá taktleysi í ákvarðanatökum á síðasta þriðjunginum. Það var samt meira jákvætt en neikvætt,“ sagði Freyr. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir á 19. mínútu þegar Elín Metta Jensen skilaði fyrirgjöf Hallberu Gísladóttur í netið. Það reyndist eina markið í fyrri hálfleik. Freyr skipti um leikkerfi í hálfleik, eins og hann var búinn að ákveða fyrir leik. Þær Elísa Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komu inn á fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur og Rakel Hönnudóttur og íslenska liðið fór í leikkerfið 4-2-3-1 sem það spilaði í undankeppni EM. „Við vildum sjá hvernig andstæðingurinn myndi bregðast við því og hvernig við myndum ráða við það. Það gekk vel og þetta riðlaði þeirra plönum. Við vorum með öll völd á vellinum með smá vind í bakið. Við ógnuðum markinu stöðugt, sköpuðum okkur fín upphlaup og töluvert af færum,“ sagði Freyr um þessa breytingu sem hann gerði í hálfleik. Íslenska liðið var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleik en mark númer tvö lét bíða eftir sér. Það kom þó loks á 78. mínútu þegar Berglind Björg skallaði hornspyrnu Katrínar Ásbjörnsdóttur í netið. Þetta var fyrsta landsliðsmark Berglindar Bjargar, í 24. landsleiknum. Að skora eftir fast leikatriði var eitt af þeim markmiðum sem Freyr setti fyrir leikinn í gær. „Við fórum inn í leikinn með það að markmiði að skora eftir ákveðnar sóknarfærslur og skora eftir fast leikatriði og það gekk eftir. Við ætluðum líka að hafa stjórn á skyndisóknum og föstum leikatriðum andstæðinganna og það gekk mjög vel. Það er margt sem við getum horft á jákvæðum augum en ég vil samt sjá aðeins skarpari hugsun á boltanum á móti Hollandi á þriðjudaginn,“ sagði Freyr sem var ánægður með varnarleik Íslands en Slóvakía skapaði lítið í leiknum. „Þær áttu eina góða aukaspyrnu sem Gugga varði vel og langskot sem hún þurfti að verja í horn. Annars vorum við með mjög góða stjórn á þeim. Þær ógnuðu sífellt í skyndisóknum en við náðum að hægja vel á þeim. Það var góð stjórnun aftast á vellinum hjá okkur, við féllum ekki niður of snemma og þorðum að vera hátt uppi á vellinum. Þær ógnuðu markinu ekki mikið,“ sagði Freyr sem segir erfitt að bera leikinn í gær saman við leikina á Algarve-mótinu þar sem Ísland spilaði við mun sterkari andstæðinga. „Við vorum að spila á móti toppþjóðum á Algarve en hérna vorum við sterkari aðilinn. Þetta var allt öðruvísi leikur. En ég get sagt að framfararnir hafi verið þær að við vorum stöðugt ógnandi og árásargjarnar í vítateignum,“ sagði Freyr. Hin 17 ára Agla María Albertsdóttir kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í sínum fyrsta landsleik. Freyr kvaðst ánægður með innkomu nýliðans sem fiskaði hornspyrnuna sem Ísland skoraði annað markið úr. „Hún er með gríðarlegan kraft og hugrekki. Hún kemur inn á og tekur tvö frábær hlaup á hárréttum tíma inn fyrir varnarlínu andstæðingsins. Hún er svona X-faktor, gerir óvænta hluti og er mjög hugrökk. Það er rosalega spennandi leikmaður. Auðvitað á hún eftir að læra helling en þessi ferð á eftir að gera heilmikið fyrir hana,“ sagði Freyr að lokum. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum á þriðjudaginn.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. 6. apríl 2017 18:55 Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Berglind Björg um fyrsta landsliðsmarkið: Það féllu gleðitár Berglind Björg Þorvaldsdóttir viðurkennir að þungu fargi hafi verið af sér létt eftir að hún sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í dag. 6. apríl 2017 18:55
Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. 6. apríl 2017 16:54