Svikin loforð – enn og aftur Guðríður Arnardóttir skrifar 5. apríl 2017 16:00 Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun