Svikin loforð – enn og aftur Guðríður Arnardóttir skrifar 5. apríl 2017 16:00 Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekki liðin tvö ár frá því að þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tók einhliða ákvörðun um að skerða nám á framhaldsskólastigi í landinu. Það var gert með því að stytta námstíma úr hefðbundnum fjórum árum að meðaltali niður í þrjú. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af skólasamfélaginu enda gengið eins langt á grundvelli núgildandi framhaldsskólalaga og hægt var. Menntalögin sem voru sett árið 2008 miðuðu við sveigjanleg skil á milli skólastiga og mismunandi námstíma eftir getu hvers og eins og nemendur hafa alltaf getað lokið stúdentsprófi á styttri tíma, eða allt að tveimur árum. Í stað þess að hlúa áfram að þessum sveigjanleika var tekin pólitísk ákvörðun um einhliða styttingu og skerðingu á stúdentsprófinu, með fyrirsjáanlegum afleiðingum inn í framtíðina. Þegar umdeild pólitísk ákvörðun var tekin um styttingu náms til stúdentsprófs haustið 2015 var stagast á því að fjárhagslegur ávinningur af styttingunni yrði nýttur til að styrkja skólastarf og auka þjónustu við framhaldsskólanemendur. Í ríkisfjármálaáætlun sem var lögð fram á síðasta ári mátti altént sjá tilburði til efnda á þeim fyrirheitum, burtséð frá skoðun menntasamfélagsins á málinu. En nú þegar endurskoðuð fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós kveður við annan tón. Þar er ekki annað að sjá en algjöran viðsnúning með áframhaldandi fjársvelti í framhaldsskólanum. Fyrri ríkisstjórn réðist að framhaldsskólanum með styttingu náms til stúdentsprófs. Núverandi ríkisstjórn heggur í sama knérunn en ætlar þar á ofan að hirða allan meintan ávinning af styttingunni um leið og menntun er skorin niður enn frekar. Það vottar ekki fyrir efndum á þeim fögru fyrirheitum um að stytting framhaldsskólans verði til þess að bæta nám og auka þjónustu við nemendur. Það þarf að veita meira fé í verkefni sem falla undir opinberan rekstur – ekki minna eins og virðist vera stef núverandi ríkisstjórnar sem sker og sparar á báðar hendur í mikilvægum málaflokkum sem varða menntun og lýðræði í landinu og svíkur um leið gefin loforð. Á það skal bent, og það á við um fleiri ríkisstofnanir en framhaldsskóla, að hvergi er heldur að sjá í áðurnefndri ríkisfjármálaáætlun neinar efndir á yfirlýsingu stjórnvalda um að jafna laun opinberra starfsmanna við laun á almennum markaði, þar sem lífeyriskjör réttlæta ekki lengur launamuninn. Meira um það síðar.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun