Ætlaði að endurheimta bíl en fékk 20 sentimetra skurð á háls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2017 16:03 Hinn kærði neitar sök en þrjú vitni til viðbótar við brotaþola og vinkonu hans staðfesta árásina. Vísir/getty Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra. Dómsmál Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra.
Dómsmál Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels