Erlent

Breska þingið samþykkti að flýta kosningum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Theresa May er leiðtogi Íhaldsflokksins.
Theresa May er leiðtogi Íhaldsflokksins. Vísir/EPA
Þingmenn neðri deildar breska þingsins samþykktu nú rétt í þessu tillögu Theresu May, forsætisráðherra, um að flýta þingkosningum og halda þær þann 8. júní næstkomandi.

Seinast var kosið til þings í Bretlandi og 2015 og ekki ætti því að halda kosningar fyrr en árið 2020 en með samþykkt þingsins nú hefur þeim verið flýtt um þrjú ár.

May þurfti samþykkt tvo þriðju hluta þingmanna svo að tillaga hennar um að flýta kosningum næði fram að ganga.

522 þingmenn kusu með tillögunni en 13 gegn henni, samkvæmt vef Guardian, en 650 þingmenn eiga sæti í neðri deild breska þingsins.

Það var því ríflegur meirihluti fyrir tillögunni en þeir sem kusu gegn henni voru níu þingmenn Verkamannaflokksins, einn þingmaður Skoska þjóðarflokksins og þrír sjálfstæðir þingmenn.


Tengdar fréttir

Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983

Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB.

May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×