Æsileg eftirför á eftir ræningja: „Sturlaður maður inni í apótekinu með exi“ Benedikt Bóas skrifar 19. apríl 2017 06:30 Grafík úr Fréttablaðinu „Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær. Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Það kom kona inn í Hagkaup, hágrátandi og mjög hrædd, og bað okkur að hringja strax á lögregluna því það væri sturlaður maður inni í apótekinu með exi,“ segir ungur sjónarvottur að vopnuðu ráni í Apóteki Garðabæjar í gærmorgun. Lögreglan kom á staðinn örskömmu eftir að tilkynningin barst og elti ræningjann í Hafnarfjörð þar sem hann var handtekinn eftir æsilega eftirför. „Þegar ræninginn kom út stökk hann upp í lítinn rauðan bíl og keyrði næstum því eina konu niður á bílaplaninu. Svo brunaði hann upp rampinn hérna og tók stefnuna á Sjálandshverfi þar sem lögreglan hóf eftirför,“ segir sjónarvotturinn. Hann bætir við að ræninginn hafi ekki hulið andlit sitt með neinum hætti. Ræninginn kom mjög æstur inn í apótekið og hafði í hótunum við starfsmenn með exina að vopni. Hann athafnaði sig bak við afgreiðsluborðið í nokkurn tíma og náði að komast út með einhvern ránsfeng. Engir viðskiptavinir voru inni þegar ránið átti sér stað. Starfsmönnum tókst að komast út og kalla eftir aðstoð en þeir fengu áfallahjálp hjá starfsmönnum Rauða krossins á eftir.„Þetta er að verða hættulegur bær. Rán á hverjum degi,“ sagði þessi viðskiptavinur sem kom að lokuðum dyrum Apóteks Garðabæjar.vísir/stefánEftirför lögreglu hófst þegar í stað um Sjálandshverfi þar sem ræninginn fór alltaf styðstu leið í gegnum hringtorg og keyrði þar með á móti umferð. Ók hann eftir Vífilsstaðavegi og Hraunholtsbraut á miklum hraða, stundum vel yfir 100 km/klst. Hann fór svo gamla Álftanesveginn og framhjá Hrafnistu áður en hann ók sem leið lá um Herjólfsgötu. Lögreglan reyndi að stöðva för ræningjans fyrst þegar hann ók af Herjólfsgötu og inn á Hjallabraut með krappri vinstri beygju en tókst ekki. Jók hann hraðann og ók aftan á Mercedes Benz bifreið skammt frá gatnamótum Hjallabrautar og Reykjavíkurvegar. Við það hægðist á honum og króaði lögreglan bílinn af en fimm bílar voru þá komnir á svæðið. Er það mat lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil mildi þyki að enginn skaði hlaust af hátterni mannsins en hann keyrði utan í fleiri bifreiðar auk þess að valda skemmdum á gatnamannvirkjum. „Það skapaðist mikil hætta. Það var heppni að ekki skyldi fara verr,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Þetta var eftir að klukkan sló níu og þá er mesta umferðin búin. Ég hefði ekki boðið í þetta ef þetta hefði gerst fyrir níu,“ bætir hann við. Ræninginn var handtekinn, yfirheyrður og úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10 Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Ræninginn úrskurðaður í gæsluvarðhald Maðurinn, sem framdi í dag rán í apóteki Garðabæjar vopnaður öxi, var leiddur fyrir dómara á fimmta tímanum í dag. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. 18. apríl 2017 19:10
Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan skoðar viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu 18. apríl 2017 19:03