Valtteri Bottas á ráspól í Barein Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. apríl 2017 15:47 Valtteri Bottas á Mercedes stal ráspólnum úr greipum Lewis Hamilton. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. Fyrsta lota Einungis Mercedes menn og Sebastian Vettel komust í gegnum fyrstu lotuna án þess að nota ofur-mjúk dekk. Í fyrstu lotu duttu út; Kevin Magnussen á Haas, Marcus Ericsson á Sauber, Sergio Perez á Force India, Stoffel Vandoorne á McLaren og Carlos Sainz á Toro Rosso sem missti vélarafl í lokatilraun sinni til að komast áfram í aðra lotu. Sainz var alls ekki sáttur við það að detta út. Pascal Wehrlein sem hefur ekki tekið þátt í tímatöku áður fyrir Sauber vegna meiðsla sló liðsfélagasínum, Ericsson við. Wehrlein komst í aðra lotu.Max Verstappen náði ekki að fylgja eftir góðri æfingu í dag.Vísir/GettyÖnnur lota Ökumenn fóru af stað í þriðju lotuna á ofur-mjúkum dekkjum og bilið á milli Mercedes-, Ferrari og Red Bull manna var innan við sekúnda. Fernando Alonso komst í aðra lotu tímatökunnar en hann tók ekki þátt í henni. McLaren-Honda bíllinn bilaði og liðinu tókst ekki að gera við bílinn í tæka tíð. Í annarri lotu féllu út; Alonso á McLaren, Pascal Wehrlein á Sauber, Esteban Ocon á Force India, Lance Stroll á Williams og Daniil Kvyat á Toro Rosso. Þriðja lota Allir sex ökumenn Mercedes, Ferrari og Red Bull áttu möguleika miðað við hraðann í annarri lotu. Þriðja lotan hafði því allt til brunns að bera til að vera einkar spennandi. Eftir fyrstu tilraun toppmanna í þriðju lotu var Hamilton efstur með 0,052 sekúndur í forskot á Valtteri Bottas. Bottas stal svo ráspólnum af Hamilton sem gerði mistök í sinni síðustu tilraun í lotunni. Munurinn var 0,023 sekúndur Bottas í vil.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Wehrlein með í Barein Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 snýr aftur til keppni í Barein. Hann missti af fyrstu tveimur keppnum ársins. 12. apríl 2017 17:00 Alonso fórnar Mónakó kappakstrinum fyrir Indy 500 Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. 12. apríl 2017 14:00 Vettel fljótastur á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir Barein kappaksturinn sem fram fer um helgina. 14. apríl 2017 17:30 Button tekur sæti Alonso í Mónakó Fernando Alonso kom öllum á óvart í vikunni þegar hann tilkynnti að hann myndi sleppa Mónakó kappakstrinum í ár til að taka þátt í Indy 500 kappakstrinum. 14. apríl 2017 17:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes náði í sinn fyrsta ráspól í Formúlu 1 í Barein í dag. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel varð þriðji á Ferrari. Fyrsta lota Einungis Mercedes menn og Sebastian Vettel komust í gegnum fyrstu lotuna án þess að nota ofur-mjúk dekk. Í fyrstu lotu duttu út; Kevin Magnussen á Haas, Marcus Ericsson á Sauber, Sergio Perez á Force India, Stoffel Vandoorne á McLaren og Carlos Sainz á Toro Rosso sem missti vélarafl í lokatilraun sinni til að komast áfram í aðra lotu. Sainz var alls ekki sáttur við það að detta út. Pascal Wehrlein sem hefur ekki tekið þátt í tímatöku áður fyrir Sauber vegna meiðsla sló liðsfélagasínum, Ericsson við. Wehrlein komst í aðra lotu.Max Verstappen náði ekki að fylgja eftir góðri æfingu í dag.Vísir/GettyÖnnur lota Ökumenn fóru af stað í þriðju lotuna á ofur-mjúkum dekkjum og bilið á milli Mercedes-, Ferrari og Red Bull manna var innan við sekúnda. Fernando Alonso komst í aðra lotu tímatökunnar en hann tók ekki þátt í henni. McLaren-Honda bíllinn bilaði og liðinu tókst ekki að gera við bílinn í tæka tíð. Í annarri lotu féllu út; Alonso á McLaren, Pascal Wehrlein á Sauber, Esteban Ocon á Force India, Lance Stroll á Williams og Daniil Kvyat á Toro Rosso. Þriðja lota Allir sex ökumenn Mercedes, Ferrari og Red Bull áttu möguleika miðað við hraðann í annarri lotu. Þriðja lotan hafði því allt til brunns að bera til að vera einkar spennandi. Eftir fyrstu tilraun toppmanna í þriðju lotu var Hamilton efstur með 0,052 sekúndur í forskot á Valtteri Bottas. Bottas stal svo ráspólnum af Hamilton sem gerði mistök í sinni síðustu tilraun í lotunni. Munurinn var 0,023 sekúndur Bottas í vil.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Wehrlein með í Barein Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 snýr aftur til keppni í Barein. Hann missti af fyrstu tveimur keppnum ársins. 12. apríl 2017 17:00 Alonso fórnar Mónakó kappakstrinum fyrir Indy 500 Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. 12. apríl 2017 14:00 Vettel fljótastur á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir Barein kappaksturinn sem fram fer um helgina. 14. apríl 2017 17:30 Button tekur sæti Alonso í Mónakó Fernando Alonso kom öllum á óvart í vikunni þegar hann tilkynnti að hann myndi sleppa Mónakó kappakstrinum í ár til að taka þátt í Indy 500 kappakstrinum. 14. apríl 2017 17:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Wehrlein með í Barein Pascal Wehrlein, ökumaður Sauber liðsins í Formúlu 1 snýr aftur til keppni í Barein. Hann missti af fyrstu tveimur keppnum ársins. 12. apríl 2017 17:00
Alonso fórnar Mónakó kappakstrinum fyrir Indy 500 Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins í Formúlu 1 mun taka þátt í Indy 500 kappakstrinum í ár. Alonso mun því ekki taka þátt í Mónakó kappakstrinum. 12. apríl 2017 14:00
Vettel fljótastur á föstudagsæfingum Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á báðum föstudagsæfingum fyrir Barein kappaksturinn sem fram fer um helgina. 14. apríl 2017 17:30
Button tekur sæti Alonso í Mónakó Fernando Alonso kom öllum á óvart í vikunni þegar hann tilkynnti að hann myndi sleppa Mónakó kappakstrinum í ár til að taka þátt í Indy 500 kappakstrinum. 14. apríl 2017 17:00