Kínverjar óttast að stríð milli Bandaríkjanna og N-Kóreu geti brotist út „á hverri stundu“

Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, segir að komi til þess að stríð hefjist munin enginn standa uppi sem sigurvegari.
Margt bendir til þess að Norður-Kóreu muni á næstu dögum framkvæma sjöttu kjarnorkuvopnatilraun sína. Þessu eru Bandaríkin ekki hrifinn af og hafa sent flotadeid innan bandaríska sjóhersins upp að Kóreuskaga.
Greint var frá því í gær að Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraunina.
Kínverjar, sem gjarnan eru taldir eini stuðningsmenn Norður-Kóreu á alþjóðavettvangi, óttast afleiðingarnar af slíkum átökum.
„Maður hefur það á tilfinningunni að átök geti brotist út á hverri stundu,“ sagði Yi. „Ég tel að allir aðilar ættu að vera á varðbergi.“
Í gær hótaði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir.
Þessu svöruðu yfirvöld í Norður-Kóreu fullum hálsi og segja ríkið meira en reiðubúið til þess að hefja stríð.
Tengdar fréttir

Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“
Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu.

Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun
Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun.

N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin
Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum.

Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás?
Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna.

Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi
Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga.