Pólítísk kúvending Trumps: Skipti um skoðun á fimm málum á einum sólarhring Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 17:00 Voru kosningaloforð Trumps innantómar yfirlýsingar? Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt afstöðu sinni í garð fjölda mála á aðeins einum sólarhring. Um er að ræða málefni sem hann hafði sterkar skoðanir á fyrir forsetakosningarnar í nóvember á síðasta ári. BBC greinir frá. Trump lýsti því meðal annars yfir í viðurvist blaðamanna í Hvíta húsinu í gær að honum þætti Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO, ekki lengur „gamaldags“. NATO hefur hingað til ekki verið í miklum metum hjá forsetanum.Donald Trump og Xi Jinping.Vísir/EPATelur Kínverja ekki lengur hafa neikvæð áhrif á gengi BandaríkjadalsTrump sagði í viðtali við Wall Street Journal í gær að hann væri hættur að saka kínverska seðlabankann um gengisstýringar sem hefðu neikvæð áhrif á gengi Bandaríkjadals. Trump hefur margsinnis vakið máls á meintri sök Kínverja á viðskiptahalla milli ríkjanna tveggja. Vildi forsetinn meina að kínverski seðlabankinn stýrði gengi kínverska yensins svo það héldist veikt gagnvart Bandaríkjadalnum. Þannig væri framleiðslukostnaði á varningi sem fluttur er vestur yfir haf frá Kína haldið í lágmarki samanborið við önnur framleiðsluríki. Bandaríkjaforseti fundaði með Xi Jinping forseta Kína í síðustu viku, aðeins nokkrum dögum áður en Trump lét umrædd orð falla í garð Kínverja. Sérfræðingar telja þó að yfirlýsing Trumps þurfi ekki að bera vitni um nýfengna velvild í garð Kínverja heldur hræddist Trump hefndir Kínverja ef Bandaríkjamenn ákvæðu að beita þá sektum vegna meintra gengisstýringa.Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Washington í mars. Trump sagði Þýskaland fjárhagslega byrði á Bandaríkjunum vegna lítilvæglegra framlaga til NATO.VÍSIR/EPAEkki lengur í nöp við NATOTrump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann fagnaði því að Norður-Atlantshafsbandalagið hefði loksins tekið af skarið í baráttunni gegn hryðjuverkum. Sjá einnig: Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt „Við aðalframkvæmdastjóri [NATO] áttum árangursríkt samtal þar sem við ræddum um hvaða frekari aðgerða NATO geti gripið til í báráttunni gegn hryðjuverkum. Ég kvartaði undan þessu [aðgerðaleysi NATO] fyrir löngu síðan en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Nú berjast þeir ötullega gegn hryðjuverkum,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að honum þætti NATO ekki lengur „úrelt“ vegna þessara forsendubreytinga. Trump hefur ekki vandað NATO kveðjurnar í gegnum tíðina og hefur ítrekað lýst því yfir að vera Bandaríkjanna í bandalaginu sé kostnaðarsöm og að NATO sé barn síns tíma og löngu búið að vera. Hann lýsti því yfir á Twitter nú síðast í lok mars að NATO væri „úrelt“.Hér má sjá samantekt á ummælum sem Trump hefur látið falla um NATO frá því hann hóf kosningaherferð sína.My statement on NATO being obsolete and disproportionately too expensive (and unfair) for the U.S. are now, finally, receiving plaudits!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2016 Hættir við ráðningabanniðRíkisstjórn Trumps hefur aflýst áætlun tilskipunar sem forsetinn undirritaði á fyrsta degi sínum í embætti þess efnis að stöðva ráðningar ríkisstarfsmanna í níutíu daga. Herinn og þjóðaröryggisstofnanir fengu að vísu undantekningu frá banninu. Markmiðið með tilskipuninni var að hafa hemil á því sem Trump kallaði óhemjumikla fjölgun ríkisstarfsmanna. Tilskipunin var ekki óumdeild og The Telegraph fullyrti á sínum tíma að enginn fótur væri fyrir staðhæfingum forsetans um fjölgun opinberra starfsmanna. Fjármálastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, sagði í samtali við BBC að þrátt fyrir að áætlunin hefði verið gefin upp á bátinn „stæði ekki til að fara að ráða ríkisstarfsmenn í stórum stíl.“ Hann sagði jafnframt að ný og betri áætlun væri í bígerð.Janet Yellen hefur gegnt embætti seðlabankastjóra frá 2014.vísir/gettySeðlabankastjórinn tekinn í sáttDonald Trump fullyrti í áðurnefndu viðtali við Wall Street Journal að hann bæri virðingu fyrir Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Sú fullyrðing stingur í stúf við orð Trumps í garð Yellen fyrir kosningar en hann sagði hana meðal annars fara fyrir leynisamtökum alþjóðasinna sem hefðu töglin og hagldirnar í Washington. Í viðtalinu gaf forsetinn í skyn að hann íhugaði að endurskipa Yellen á næsta ári. Að endingu sagði Trump að hann drægi mikilvægi inn- og útflutningsbanka Bandaríkjanna ekki lengur í efa. „Það kemur upp úr kafinu að bankinn kemur sér vel fyrir lítil fyrirtæki,“ sagði Trump um bankann þvert á orð hans fyrir kosningar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki lengur á því að Atlantshafsbandalagið sé úrelt stofnun, líkt og hann hefur haldið fram áður. 13. apríl 2017 09:55 Trump: Bandaríkin fullfær um að takast á við Norður-Kóreu án Kína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin geti tekist á við vandamálið sem felst í Norður-Kóreu, án Kína, ef svo ber undir. 2. apríl 2017 20:29 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt afstöðu sinni í garð fjölda mála á aðeins einum sólarhring. Um er að ræða málefni sem hann hafði sterkar skoðanir á fyrir forsetakosningarnar í nóvember á síðasta ári. BBC greinir frá. Trump lýsti því meðal annars yfir í viðurvist blaðamanna í Hvíta húsinu í gær að honum þætti Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO, ekki lengur „gamaldags“. NATO hefur hingað til ekki verið í miklum metum hjá forsetanum.Donald Trump og Xi Jinping.Vísir/EPATelur Kínverja ekki lengur hafa neikvæð áhrif á gengi BandaríkjadalsTrump sagði í viðtali við Wall Street Journal í gær að hann væri hættur að saka kínverska seðlabankann um gengisstýringar sem hefðu neikvæð áhrif á gengi Bandaríkjadals. Trump hefur margsinnis vakið máls á meintri sök Kínverja á viðskiptahalla milli ríkjanna tveggja. Vildi forsetinn meina að kínverski seðlabankinn stýrði gengi kínverska yensins svo það héldist veikt gagnvart Bandaríkjadalnum. Þannig væri framleiðslukostnaði á varningi sem fluttur er vestur yfir haf frá Kína haldið í lágmarki samanborið við önnur framleiðsluríki. Bandaríkjaforseti fundaði með Xi Jinping forseta Kína í síðustu viku, aðeins nokkrum dögum áður en Trump lét umrædd orð falla í garð Kínverja. Sérfræðingar telja þó að yfirlýsing Trumps þurfi ekki að bera vitni um nýfengna velvild í garð Kínverja heldur hræddist Trump hefndir Kínverja ef Bandaríkjamenn ákvæðu að beita þá sektum vegna meintra gengisstýringa.Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti funduðu í Washington í mars. Trump sagði Þýskaland fjárhagslega byrði á Bandaríkjunum vegna lítilvæglegra framlaga til NATO.VÍSIR/EPAEkki lengur í nöp við NATOTrump sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að hann fagnaði því að Norður-Atlantshafsbandalagið hefði loksins tekið af skarið í baráttunni gegn hryðjuverkum. Sjá einnig: Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt „Við aðalframkvæmdastjóri [NATO] áttum árangursríkt samtal þar sem við ræddum um hvaða frekari aðgerða NATO geti gripið til í báráttunni gegn hryðjuverkum. Ég kvartaði undan þessu [aðgerðaleysi NATO] fyrir löngu síðan en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Nú berjast þeir ötullega gegn hryðjuverkum,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að honum þætti NATO ekki lengur „úrelt“ vegna þessara forsendubreytinga. Trump hefur ekki vandað NATO kveðjurnar í gegnum tíðina og hefur ítrekað lýst því yfir að vera Bandaríkjanna í bandalaginu sé kostnaðarsöm og að NATO sé barn síns tíma og löngu búið að vera. Hann lýsti því yfir á Twitter nú síðast í lok mars að NATO væri „úrelt“.Hér má sjá samantekt á ummælum sem Trump hefur látið falla um NATO frá því hann hóf kosningaherferð sína.My statement on NATO being obsolete and disproportionately too expensive (and unfair) for the U.S. are now, finally, receiving plaudits!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2016 Hættir við ráðningabanniðRíkisstjórn Trumps hefur aflýst áætlun tilskipunar sem forsetinn undirritaði á fyrsta degi sínum í embætti þess efnis að stöðva ráðningar ríkisstarfsmanna í níutíu daga. Herinn og þjóðaröryggisstofnanir fengu að vísu undantekningu frá banninu. Markmiðið með tilskipuninni var að hafa hemil á því sem Trump kallaði óhemjumikla fjölgun ríkisstarfsmanna. Tilskipunin var ekki óumdeild og The Telegraph fullyrti á sínum tíma að enginn fótur væri fyrir staðhæfingum forsetans um fjölgun opinberra starfsmanna. Fjármálastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, sagði í samtali við BBC að þrátt fyrir að áætlunin hefði verið gefin upp á bátinn „stæði ekki til að fara að ráða ríkisstarfsmenn í stórum stíl.“ Hann sagði jafnframt að ný og betri áætlun væri í bígerð.Janet Yellen hefur gegnt embætti seðlabankastjóra frá 2014.vísir/gettySeðlabankastjórinn tekinn í sáttDonald Trump fullyrti í áðurnefndu viðtali við Wall Street Journal að hann bæri virðingu fyrir Janet Yellen, seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Sú fullyrðing stingur í stúf við orð Trumps í garð Yellen fyrir kosningar en hann sagði hana meðal annars fara fyrir leynisamtökum alþjóðasinna sem hefðu töglin og hagldirnar í Washington. Í viðtalinu gaf forsetinn í skyn að hann íhugaði að endurskipa Yellen á næsta ári. Að endingu sagði Trump að hann drægi mikilvægi inn- og útflutningsbanka Bandaríkjanna ekki lengur í efa. „Það kemur upp úr kafinu að bankinn kemur sér vel fyrir lítil fyrirtæki,“ sagði Trump um bankann þvert á orð hans fyrir kosningar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki lengur á því að Atlantshafsbandalagið sé úrelt stofnun, líkt og hann hefur haldið fram áður. 13. apríl 2017 09:55 Trump: Bandaríkin fullfær um að takast á við Norður-Kóreu án Kína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin geti tekist á við vandamálið sem felst í Norður-Kóreu, án Kína, ef svo ber undir. 2. apríl 2017 20:29 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Trump ekki lengur á því að NATO sé úrelt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ekki lengur á því að Atlantshafsbandalagið sé úrelt stofnun, líkt og hann hefur haldið fram áður. 13. apríl 2017 09:55
Trump: Bandaríkin fullfær um að takast á við Norður-Kóreu án Kína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin geti tekist á við vandamálið sem felst í Norður-Kóreu, án Kína, ef svo ber undir. 2. apríl 2017 20:29