Í frjálsu falli? Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. apríl 2017 08:00 Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarðanir út frá því.Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækkun dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissulega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hlutabréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kauptækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarðanir út frá því.Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækkun dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissulega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hlutabréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kauptækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun