Rúllugjald - Opið bréf til Benedikts Einarssonar Kári Stefánsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Benedikt, það er ýmislegt við greinina þína sem birtist í blaðinu á föstudaginn, sem mér finnst flott eins og til dæmis að þú tekur á efnisatriðum í stað þess að hjóla bara í manninn mig, þótt þú gerir svolítið af því á hárbeittan og elegant hátt. Þannig sýnirðu svo ekki verður um villst að þú ert snöggtum göfugri maður en ég. Þegar Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna frænda þíns, eigraði um gangstétt fyrir utan kaffihús á Skólavörðustígnum á fimmtudagsmorguninn þegar bréf mitt til Bjarna birtist og hneykslaðist á því að maður með eins mikla menntun og ég skrifaði svona grein gleymdist honum að þótt það sé hægt að taka mann eins og mig út úr niðurgrafinni kjallaraíbúð í Norðurmýrinni er ekki nokkur möguleiki á því að ná kjallaraíbúðinni út úr honum. Meðan ég var prófessor við Harvard og horfði út um gluggann á marmarabyggingunni þar sem rannsóknarstofan mín var, sá ég gjarnan glitta í moldarbeðið sem var það eina sem ég sá út um glugga á Flókagötu 12. Nú þegar ég sit í risastórri villu uppi á Vatnsenda og horfi til fjalla dregur moldarbeðið stundum fyrir allt annað útsýni og ég skipa mér ósjálfrátt í sveit þeirra sem eiga þess ekki kost að sjá annað út um gluggana heima hjá sér. Slík eru bellibrögð líffæris sem er innan höfuðskelja minna og þess vegna skrifa ég svona greinar. En þótt svörin þín, Benedikt, við sögunum fjórum sem ég rakti í bréfinu mínu til Bjarna, en tók ekki undir, séu um margt skýr og afdráttarlaus eru þau að vissu leyti ekki eins gagnleg og ég reikna með að við báðir vildum. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Það fylgir því mikill heiður að vera forsætisráðherra þjóðarinnar en líka ábyrgð og skyldur ómældar. Rúllugjaldið sem menn verða að borga fyrir embættið er meðal annars að tengsl þeirra við viðskiptalífið séu gegnsæ og leiði ekki til hagsmunaárekstra, raunverulegra eða ímyndaðra. Þér finnst sjálfsagt að það sé ósanngjarnt að ætlast til þess að menn geti forðast ímyndaða hagsmunaárekstra. Auðvitað er það ósanngjarnt, en þær kröfur sem eru gerðar til þess sem vill verða forsætisráðherra hljóta alltaf að vera að vissu leyti ósanngjarnar. Það má ekki gleymast að það eru ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að vera forsætisráðherra, það eru forréttindi sem hlotnast fáum. Það er alveg ljóst að við erum í svolitlum vanda út af hagsmunaárekstrum Bjarna sem í augum sumra eru raunverulegir, annarra ímyndaðir og í þínum sjálfsagt fráleitir. Hér eru tvö dæmi: Þjónusta við ferðamenn er allt í einu orðin stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og við erum að reyna að koma á hana einhvers konar skikki, því eins og stendur er hún úr böndum. Eigum við að láta ferðamenn greiða aðgangseyri að landinu? Eigum við að nota einhvers konar náttúrupassa? Hvernig eigum við að skattleggja þennan iðnað þannig að við höfum efni á að reka hann með reisn? Hér lendum við í vandræðum, af því að sagan segir að fjölskylda forsætisráðherra eigi hluti í alls konar fyrirtækjum í ferðamannaiðnaðinum. Hvernig göngum við frá málum þannig að þjóðin hafi enga ástæðu til þess að ætla að forsætisráðherra hafi þannig áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðamanna að hún efist um það hvaða hagsmuni hann beri fyrir brjósti. Eignarhald fjölskyldunnar í þeirri klíník í Ármúla sem langar til þess að verða sjúkrahús er líka óheppilegt þegar menn velta fyrir sér tregðu ríkisins til þess að fjármagna almennilega Landspítalann og aðra þætti hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis. Menn velta því fyrir sér hvort sú tregða geri rekstrarumhverfi klíníkunnar betra. Bjarni Benediktsson fæddist inn í þennan heim hokinn af kostum sem við viljum að prýði leiðtoga okkar og ég dreg hvorki í efa heiðarleika hans né góðan vilja og það hvarflar ekki að mér að ásaka hann um að misnota aðstöðu sína viljandi til þess að hlúa að viðskiptum fjölskyldunnar. Það fara hins vegar illa saman mikil umsvif fjölskyldu hans í viðskiptum og sá stíll að tjá sig ekki um þau og verða pirraður út af þeim áhyggjum sem þau valda í samfélaginu. Ekki hjálpar heldur dugnaður fjölskyldunnar. Það olli til dæmis Bjarna töluverðu pólitísku tjóni þegar faðir þinn þáði boðið um að taka þátt í kaupunum á Borgun. Hvers vegna heldurðu að honum hafi verið boðin þátttaka í þessum viðskiptum? Það var góður díll fyrir hann en það má leiða að því rök að með honum hafi hann hvorki sýnt Bjarna mikla tillitssemi né embætti fjármálaráðherra þá virðingu sem það á skilið. Mér skilst að þegar vinir og samstarfsmenn Bjarna hafi bent honum á vandann sem er rakinn hér að ofan segi hann réttilega að hann geti ekki bannað ættingjum sínum að stunda viðskipti. Rétt er það og ekki er víst að það myndi þjóna samfélaginu vel að þeir gerðust allir kúabændur norður í Eyjafirði. Það má vel vera að það eina sem sé hægt að gera í þessu sé að ræða vandann og reyna að sannfæra þjóðina um að bæði eftirlitsstofnanir og fjölskyldan séu sér meðvituð um hann og geri allt sem í þeirra valdi standi til þess að koma í veg fyrir að hann valdi tjóni. Fyrsta skrefið í þá átt er að viðurkenna að vandinn sé til staðar. Það hefur hins vegar reynst svo erfitt fyrir fjölskyldu þína að það minnir um margt á Antons heilkennið. Antons heilkenni heitir það þegar menn verða fyrir skemmd í þeim hluta heilabarkarins sem sér um sjón og verða fyrir vikið blindir en afneita blindunni og ganga á veggi og fyrir björg. Kannski við ættum að kalla það Engeyjarheilkenni þegar menn sjá ekki hvernig viðskipti þeirra vekja grunsemdir um hagsmunaárekstra sem allir aðrir sjá en þeir. En nú er ég að reyna að vera fyndinn og fullt eins líklegt að mér hafi mistekist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Benedikt, það er ýmislegt við greinina þína sem birtist í blaðinu á föstudaginn, sem mér finnst flott eins og til dæmis að þú tekur á efnisatriðum í stað þess að hjóla bara í manninn mig, þótt þú gerir svolítið af því á hárbeittan og elegant hátt. Þannig sýnirðu svo ekki verður um villst að þú ert snöggtum göfugri maður en ég. Þegar Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna frænda þíns, eigraði um gangstétt fyrir utan kaffihús á Skólavörðustígnum á fimmtudagsmorguninn þegar bréf mitt til Bjarna birtist og hneykslaðist á því að maður með eins mikla menntun og ég skrifaði svona grein gleymdist honum að þótt það sé hægt að taka mann eins og mig út úr niðurgrafinni kjallaraíbúð í Norðurmýrinni er ekki nokkur möguleiki á því að ná kjallaraíbúðinni út úr honum. Meðan ég var prófessor við Harvard og horfði út um gluggann á marmarabyggingunni þar sem rannsóknarstofan mín var, sá ég gjarnan glitta í moldarbeðið sem var það eina sem ég sá út um glugga á Flókagötu 12. Nú þegar ég sit í risastórri villu uppi á Vatnsenda og horfi til fjalla dregur moldarbeðið stundum fyrir allt annað útsýni og ég skipa mér ósjálfrátt í sveit þeirra sem eiga þess ekki kost að sjá annað út um gluggana heima hjá sér. Slík eru bellibrögð líffæris sem er innan höfuðskelja minna og þess vegna skrifa ég svona greinar. En þótt svörin þín, Benedikt, við sögunum fjórum sem ég rakti í bréfinu mínu til Bjarna, en tók ekki undir, séu um margt skýr og afdráttarlaus eru þau að vissu leyti ekki eins gagnleg og ég reikna með að við báðir vildum. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Það fylgir því mikill heiður að vera forsætisráðherra þjóðarinnar en líka ábyrgð og skyldur ómældar. Rúllugjaldið sem menn verða að borga fyrir embættið er meðal annars að tengsl þeirra við viðskiptalífið séu gegnsæ og leiði ekki til hagsmunaárekstra, raunverulegra eða ímyndaðra. Þér finnst sjálfsagt að það sé ósanngjarnt að ætlast til þess að menn geti forðast ímyndaða hagsmunaárekstra. Auðvitað er það ósanngjarnt, en þær kröfur sem eru gerðar til þess sem vill verða forsætisráðherra hljóta alltaf að vera að vissu leyti ósanngjarnar. Það má ekki gleymast að það eru ekki sjálfsögð mannréttindi að fá að vera forsætisráðherra, það eru forréttindi sem hlotnast fáum. Það er alveg ljóst að við erum í svolitlum vanda út af hagsmunaárekstrum Bjarna sem í augum sumra eru raunverulegir, annarra ímyndaðir og í þínum sjálfsagt fráleitir. Hér eru tvö dæmi: Þjónusta við ferðamenn er allt í einu orðin stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og við erum að reyna að koma á hana einhvers konar skikki, því eins og stendur er hún úr böndum. Eigum við að láta ferðamenn greiða aðgangseyri að landinu? Eigum við að nota einhvers konar náttúrupassa? Hvernig eigum við að skattleggja þennan iðnað þannig að við höfum efni á að reka hann með reisn? Hér lendum við í vandræðum, af því að sagan segir að fjölskylda forsætisráðherra eigi hluti í alls konar fyrirtækjum í ferðamannaiðnaðinum. Hvernig göngum við frá málum þannig að þjóðin hafi enga ástæðu til þess að ætla að forsætisráðherra hafi þannig áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í málefnum ferðamanna að hún efist um það hvaða hagsmuni hann beri fyrir brjósti. Eignarhald fjölskyldunnar í þeirri klíník í Ármúla sem langar til þess að verða sjúkrahús er líka óheppilegt þegar menn velta fyrir sér tregðu ríkisins til þess að fjármagna almennilega Landspítalann og aðra þætti hins ríkisrekna heilbrigðiskerfis. Menn velta því fyrir sér hvort sú tregða geri rekstrarumhverfi klíníkunnar betra. Bjarni Benediktsson fæddist inn í þennan heim hokinn af kostum sem við viljum að prýði leiðtoga okkar og ég dreg hvorki í efa heiðarleika hans né góðan vilja og það hvarflar ekki að mér að ásaka hann um að misnota aðstöðu sína viljandi til þess að hlúa að viðskiptum fjölskyldunnar. Það fara hins vegar illa saman mikil umsvif fjölskyldu hans í viðskiptum og sá stíll að tjá sig ekki um þau og verða pirraður út af þeim áhyggjum sem þau valda í samfélaginu. Ekki hjálpar heldur dugnaður fjölskyldunnar. Það olli til dæmis Bjarna töluverðu pólitísku tjóni þegar faðir þinn þáði boðið um að taka þátt í kaupunum á Borgun. Hvers vegna heldurðu að honum hafi verið boðin þátttaka í þessum viðskiptum? Það var góður díll fyrir hann en það má leiða að því rök að með honum hafi hann hvorki sýnt Bjarna mikla tillitssemi né embætti fjármálaráðherra þá virðingu sem það á skilið. Mér skilst að þegar vinir og samstarfsmenn Bjarna hafi bent honum á vandann sem er rakinn hér að ofan segi hann réttilega að hann geti ekki bannað ættingjum sínum að stunda viðskipti. Rétt er það og ekki er víst að það myndi þjóna samfélaginu vel að þeir gerðust allir kúabændur norður í Eyjafirði. Það má vel vera að það eina sem sé hægt að gera í þessu sé að ræða vandann og reyna að sannfæra þjóðina um að bæði eftirlitsstofnanir og fjölskyldan séu sér meðvituð um hann og geri allt sem í þeirra valdi standi til þess að koma í veg fyrir að hann valdi tjóni. Fyrsta skrefið í þá átt er að viðurkenna að vandinn sé til staðar. Það hefur hins vegar reynst svo erfitt fyrir fjölskyldu þína að það minnir um margt á Antons heilkennið. Antons heilkenni heitir það þegar menn verða fyrir skemmd í þeim hluta heilabarkarins sem sér um sjón og verða fyrir vikið blindir en afneita blindunni og ganga á veggi og fyrir björg. Kannski við ættum að kalla það Engeyjarheilkenni þegar menn sjá ekki hvernig viðskipti þeirra vekja grunsemdir um hagsmunaárekstra sem allir aðrir sjá en þeir. En nú er ég að reyna að vera fyndinn og fullt eins líklegt að mér hafi mistekist.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar