Matarverð og fátækt á Íslandi Þórólfur Matthíasson og Guðjón Sigurbjartsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Matthíasson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í tengslum við gerð búvörusamninga sl. ár athuguðu undirritaðir verðmyndun matvara og mögulega verðlækkun með tollfrjálsum innflutningi. Einnig könnuðum við styrki til landbúnaðar almennt. Á grundvelli athugunar okkar drógum við meðal annars eftirfarandi ályktanir.Meginniðurstöður1. Við opnun á tollfrjálsum innflutningi matvæla ættu matarverð að lækka um 35% að jafnaði og matarútgjöld um 100.000 kr á mann á ári.2. Heildarstuðningur við landbúnaðinn er um 38 milljarðar kr. á ári.100.000kr. lækkun matarútgjalda á mann Söluverð kjúklinga hjá Bónus var á athugunartímanum sl. ár þannig að heill innlendur kjúklingur var um 800 kr/kg, en verð á innfluttum án tolla hefði verið um 500 kr/kg. Innlendar kjúklingabringur kostuðu um 1.900kr/kg en hefðu við tollaleysi kostað um 900 kr/kg. Þá er reiknað með sömu krónutöluálagningu á kg, sjá súlurit. Verðmunurinn hjá Krónunni var áætlaður sambærilegur. Að undanförnu hefur Bónus einmitt verið að selja innflutta kjúklinga í heilu á 495 kr/kg, vegna endurgreiddra tolla. Svipað má segja um önnur matvæli, við afnám tolla. Mest lækkar kjúklingur, svínakjöt og nautakjöt en mjólkurvörur, egg og kindakjöt lækka einnig2). Meðallækkunin verður um 35% sem gerir um 100.000 kr. á mann á ári eða 300.000 á þriggja manna fjölskyldu. Fátæka munar um minna og líklega myndu sumir geta leyft sér hollari matarinnkaup.38 milljarða kr. stuðningur á áriAlþingi setur lögin og sér svo um að skattgreiðendur styrkja bændur um 14 milljarða kr. á ári á fjárlögum. Einnig tollvernd landbúnaðarins sem leiðir til þess að neytendur greiða bændum um 10 milljarða kr. á ári aukalega að mati OECD og slátur- og vinnsluaðilum um 14 milljarða kr. á ári. Samtals hækkar tollverndin þannig matarútgjöld landsmanna um 24 milljarða kr. á ári. Kjúlingabændur í landinu eru um 27 og metinn stuðningur neytenda við greinina um 5,8 milljarðar kr. á ári. Eggjabændur eru 14 og metinn stuðningur um 600 milljónir kr. á ári. Svínabændur eru 23 og metinn stuðningur neytenda um 2 milljarða kr. á ári. Mestur er stuðningurinn þó við mjólkurbændur og tengda vinnslu 12,4 milljarðar kr. á ári og sauðfjárbændur og tengda vinnslu 8,6 milljarðar kr. á ári. Neytendur styðja því óbeint MS með yfir 2 milljarða kr. framlagi á ári og Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Matfugl og Reykjagarður fá yfir 1 milljarð kr. í óbeinan stuðning. Nokkur fleiri félög fá verulegan stuðning.Lélegt siðferði hárra matarverðaAð draga úr fátækt er erfitt viðfangsefni í öllum þjóðfélögum. Í ljósi þess að ekki er útlit fyrir að takist að draga verulega úr henni hérlendis með hefðbundnum ráðum stenst tollverndin ekki siðferðilega. Það varðar við mannréttindi að halda ódýrum, hollum mat frá fátæku fólki í nútímasamfélagi opinna viðskipta. Lægri matarverð skipta fátæka Íslendinga miklu og fyrir ferðamenn og ferðaþjónustu skipta þau líka miklu máli, því Ísland telst dýrt land heim að sækja. Tollverndin hér er sér á parti. Evrópa er með opinn matvælamarkað sín á milli og flytur auk þess inn frá þróunarlöndum matvæli að verðmæti um 10.000 milljarða kr. árlega sem lið í þróunaraðstoð. Við styðjum landbúnaðinn rúmlega tvisvar sinnum meira en Finnland, Svíþjóð og Danmörk og fimm sinnum meira en Evrópulönd að meðaltali. Hinn ríki Noregur styrkir sinn landbúnað meira á fjárlögum en lítið með tollvernd. Við afnám tollverndar fækkar störfum sem tengjast landbúnaði líklega um 500 eða svo. En með nýrri landbúnaðar- og byggðastefnu má byggja undir arðbærari og umhverfisvænni greinar og bæta með því lífskjör og mannlíf í landinu svo um munar.Tilvísanir: 1. Samanburður á slátrunar- og vinnslukostnaði landbúnaðarafurða á Íslandi og nágrannalöndum. Ritrýnd grein greinarhöfunda á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ, Október 2016. 2. Vefurinn Betri landbúnaður, https://betrilandbunadur.wordpress.com/
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun