Erlent

Panamaskjölin fengu Pulitzer

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Sigmundur Davíð er ekki stærsti aðdáandi Panamaskjalanna.
Sigmundur Davíð er ekki stærsti aðdáandi Panamaskjalanna. MYND/SKJÁSKOT ÚR PANAMAÞÆTTI KASTLJÓSS
The McClatchy Company, Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og bandaríska blaðið Miami Herald fengu í gærkvöldi Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllun sína um Panamaskjölin á vormánuðum í fyrra. Þetta er í 101. sinn sem verðlaunin eru veitt.

Í umsögn nefndarinnar var vinna blaðamannanna lofuð en hún tók marga mánuði. Meira en 300 blaðamenn frá sex heimsálfum unnu saman að því að afhjúpa skattaskjól á eyjum í Karíbahafinu.

Vinna blaðamannanna afhjúpaði aflandsfyrirtæki meira en 140 stjórnmálamanna frá rúmlega fimmtíu löndum. Í hópi þeirra voru þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands en líkt og alkunna er hrökklaðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson úr stóli forsætisráðherra vegna umfjöllunar um félag eiginkonu hans.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð fær enga afsökunarbeiðni

Upplýsingarnar sem fram komu í umfjöllun um Panamaskjölin standa og hafa ekki verið hraktar. Því fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson enga afsökunarbeiðni frá Ríkisútvarpinu.

Sigmundur Davíð vill afsökunarbeiðni frá RÚV

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri biðji sig og eiginkonu sína, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, afsökunar vegna framgöngu Ríkisútvarpsins í tengslum við umfjöllun um Panama-skjölin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×