Fiskeldi í heiminum er í sókn Einar K. Guðfinnsson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Allt er það að vonum. Það er alveg ljóst - og raunar óumdeilt - að vaxandi fæðuþörf mannkyns verður ekki mætt nema með auknu fiskeldi. Bágt ástand margra villtra fiskistofna gerir það að verkum að því fer fjarri að fiskveiðar geti núna mætt vaxandi fæðuþörf; og alls ekki í framtíðinni. Jafnvel þó betur væri staðið að málum við fiskveiðar í heiminum hrykki það ekki til. Fiskeldi er því svarið við þeirri staðreynd. Fiskeldi er margbreytilegt. Skel og krabbadýr, fjölbreytileg flóra fiskitegunda og áfram má telja. Mismunandi náttúrulegar aðstæður í heiminum ráða því. Sumt fer fram á landi en annað í sjó. Aðstæður í hverju landi og hverjum heimshluta stýra þeirri þróun. Þess vegna er fiskeldi í heiminum í stöðugri sókn og stöðugum vexti. Meira en helmingi allrar fisk og sjávardýraneyslu í heiminum er mætt með fiskeldi. Eldisfiskur í heiminum er framleiddur í meira mæli en nautakjöt. Og ef laxeldi er skoðað sérstaklega þá blasa við athyglisverðar tölur. Laxeldi í heiminum nemur um 2,1 milljón tonna, sem svarar til um 15 milljarða máltíða á ári. Framleiðsluverðmætið er um 10 milljarðar dollara, 1.1100 milljörðum íslenskra króna. Það er því ekki að undra að stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hvetji til aukins fiskeldis og sama á við um stjórnvöld um víða veröld, svo sem eins og í löndunum í kring um okkur. „Fiskeldi skiptir sköpum til þess að mæta fæðuþörf heimsins næstu 50 árin“, sagði til að mynda Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Það er ástæða fyrir okkur Íslendinga sem og aðra að leggja við hlustir og svara þessu ákalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Allt er það að vonum. Það er alveg ljóst - og raunar óumdeilt - að vaxandi fæðuþörf mannkyns verður ekki mætt nema með auknu fiskeldi. Bágt ástand margra villtra fiskistofna gerir það að verkum að því fer fjarri að fiskveiðar geti núna mætt vaxandi fæðuþörf; og alls ekki í framtíðinni. Jafnvel þó betur væri staðið að málum við fiskveiðar í heiminum hrykki það ekki til. Fiskeldi er því svarið við þeirri staðreynd. Fiskeldi er margbreytilegt. Skel og krabbadýr, fjölbreytileg flóra fiskitegunda og áfram má telja. Mismunandi náttúrulegar aðstæður í heiminum ráða því. Sumt fer fram á landi en annað í sjó. Aðstæður í hverju landi og hverjum heimshluta stýra þeirri þróun. Þess vegna er fiskeldi í heiminum í stöðugri sókn og stöðugum vexti. Meira en helmingi allrar fisk og sjávardýraneyslu í heiminum er mætt með fiskeldi. Eldisfiskur í heiminum er framleiddur í meira mæli en nautakjöt. Og ef laxeldi er skoðað sérstaklega þá blasa við athyglisverðar tölur. Laxeldi í heiminum nemur um 2,1 milljón tonna, sem svarar til um 15 milljarða máltíða á ári. Framleiðsluverðmætið er um 10 milljarðar dollara, 1.1100 milljörðum íslenskra króna. Það er því ekki að undra að stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hvetji til aukins fiskeldis og sama á við um stjórnvöld um víða veröld, svo sem eins og í löndunum í kring um okkur. „Fiskeldi skiptir sköpum til þess að mæta fæðuþörf heimsins næstu 50 árin“, sagði til að mynda Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Það er ástæða fyrir okkur Íslendinga sem og aðra að leggja við hlustir og svara þessu ákalli.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun