Engin tilviljun hjá Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 06:00 Það verður barist um hvern einasta bolta í DHL-höllinni á morgun og von á hátt í 3.000 manns á leikinn. vísir/andri marinó Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“ Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Eftir mikið puð í allan vetur munu úrslitin í Íslandsmótinu í körfuknattleik ráðast í einum úrslitaleik. Staðan í einvígi KR og Grindavíkur er 2-2 og það lið sem vinnur leikinn í Vesturbænum á morgun verður Íslandsmeistari. KR komst 2-0 yfir í einvíginu en Grindavík hefur komið til baka með stæl. Þessi leikur er afturhvarf til fortíðar því fyrir átta árum spiluðu sömu lið úrslitaleik um titilinn í sama íþróttahúsi. Sá leikur var sögulegur og KR vann með einu stigi.Skrítið einvígi „Þetta er mjög skrítið. Eftir yfirburðasigur hjá KR í fyrsta leiknum hefur Grindavík haft yfirhöndina í síðustu þremur. Þetta er ekki ósvipað hjá þeim og gegn Stjörnunni. Þetta er engin tilviljun hjá Grindavík. Liðið er á feikilega góðum stað núna sem lið,“ segir Teitur Örlygsson körfuboltagoðsögn en hann þekkir þetta allt saman mjög vel enda varð hann sjálfur tífaldur Íslandsmeistari sem leikmaður. „Nú erum við aftur á móti komin í oddaleik og þá held ég að munstrið geti brotnað. Þá er þetta oft hver er andlega sterkari. Ég hef á tilfinningunni að Grindavík hafi verið að átta sig á stöðunni í fyrsta leiknum en síðan hefur liðið verið að spila sama leik og gegn Stjörnunni. Það er ekki lengur hægt að segja að þetta sé eitthvað óvænt. Að miklu betra lið sé að tapa gegn mun verra liði. Jón Arnór sagði sjálfur að þeir væru betri en KR í dag.“Frábær liðsheild Grindavíkur Grindavíkurliðið hefur heillað marga með leik sínum og baráttugleði. Teitur er þar engin undantekning. „Liðsheildin er frábær og lykilleikmenn eru á flottum aldri á meðan KR er með aðeins eldri lykilleikmenn. Ég held að það geti skipt máli. Hungrið og greddan virðist vera aðeins meiri Grindavíkurmegin. Mér finnst Jói, þjálfari Grindavíkur, hafa staðið sig frábærlega í að stöðva sóknarleik KR-inga. KR er í þó nokkrum vandræðum með að fá frí og góð skot. Jón Arnór er það góður að hann býr sér til frí skot en enginn annar gerir það,“ segir Teitur en það er full ástæða fyrir KR-inga að hafa áhyggjur því að þeir eru í miklum vandræðum með Grindavíkurliðið. „Bekkurinn hjá KR hefur verið úti á þekju í síðustu leikjum. Darri Hilmarsson hefur verið heillum horfinn og er í mínusframlagi. Það er auðvitað ekki boðlegt þegar þú spilar svona mikið. Það vita allir hvað KR getur. Þarna eru menn sem hafa margoft gert þetta. Það vinnur með þeim sem og heimavöllurinn. KR-ingarnir eru því sigurstranglegri.“Troða lokasokknum í fólk? Það kæmi Teiti þó ekkert á óvart að Grindavík myndi koma íslenska körfuboltaheiminum í uppnám með því að vinna þriðja leikinn í röð. „Það eru allir búnir að afskrifa þá milljón sinnum. Þeir troða sokkum upp í alla og gætu mætt með fleiri sokkapör í Vesturbæinn. Því er ekki við öðru að búast en að Grindavík mæti til leiks af krafti. Það gæti orðið tvíframlengt. Þetta verður veisla. Leikurinn 2009 gæti orðið bensín fyrir Grindavík til þess að fara alla leið.“
Dominos-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira