Hann sagði ekki hvenær Kínverjar vöruðu Norður-Kóreu við og stjórnvöld í Kína hafa ekki staðfest orð ráðherrans, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.
Það er þó ljóst að bæði afmælishátíðir Norður-Kóreu og hers ríkisins fóru fram án þeirra vopnatilrauna sem Bandaríkin og Suður-Kórea höfðu varað við.
Nú í febrúar bönnuðu yfirvöld í Peking innflutning kola frá Norður-Kóreu, sem hefur lengi verið ein helsta tekjulind einræðisríkisins. Þá hafa opinberir fjölmiðlar Kína velt upp þeim möguleika að undanförnu að stöðva sölu olíu til Norður-Kóreu ef ögranir þeirra halda áfram.
Þá sagði Tillerson að markmið ríkisstjórnar Bandaríkjanna væri ekki að fella ríkisstjórnina í Norður-Kóreu. Það væri eingöngu að koma í veg fyrir frekari vopnatilraunir og stöðva kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.