Grindavík henti KR út í horn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 06:30 Grindvíkingar fagna eftir sigurinn á KR-ingum í gær. Þeir eru nú búnir að vinna tvo leiki í röð og tryggja sér oddaleik á sunnudaginn. vísir/andri marinó Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“ Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum