Ætla að herða þvinganir og auka pressuna á Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2017 21:53 Þingmennirnir voru fluttir með rútum í Hvíta húsið. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund. Norður-Kórea Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump ætlar að herða viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu og beita ríkið auknum pólitískum þrýstingi. Markmiðið er að stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir einræðisríkisins. Þetta var tilkynnt eftir fund öldungaþingmanna í Hvíta húsinu í kvöld. Mikil spenna er á svæðinu við Kóreuskagann en Bandaríkin og Suður-Kórea hafa haldið því fram að útlit sé fyrir kjarnorkuvopnatilraun í Norður-Kóreu. Í tilkynningu frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra, James Mattis, varnarmálaráðherra, og Dan Coats, yfirmanni njósnamála, segir að ógn stafi af Norður-Kóreu. Fyrri aðgerðir hafi ekki náð að stöðva tilraunir ríkisins, sem eru í trássi við alþjóðalög, og að Bandaríkin séu tilbúin til að verja sig og bandamenn sína.Sjá einnig: Hættan á stríði á Kóreuskaga ekki meiri í rúm sextíu ár Hins vegar segir að með aðgerðunum vilji Bandaríkin hvetja Norður-Kóreumenn til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur að samningaborðinu.Samkvæmt frétt BBC kemur einnig til greina að setja Norður-Kóreu aftur á lista ríkja sem styðja hryðjuverk.Taka djarfari stöðu Hundrað öldungadeildarþingmenn voru ferjaðir í Hvíta húsið í dag þar sem Trump og aðrir í ríkisstjórn hans kynntu þingmönnunum þá „miklu ógn“ sem stafar af Norður-Kóreu, eins og heimildarmaður Washington Post orðar það. Eftir fundinn lýstu þingmenn gremju sinni yfir því að lítið um smáatriði hver stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart Norður-Kóreu væri. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins sem ræddi við WP og óskaði nafnleyndar sagði að í upphafi fundarins hefði komið fram að ríkisstjórnin væri orðin þreytt á ástandinu og ögrunum Norður-Kóreu. Því stæði til að taka djarfari stöðu í málinu. Hann sagði engin svör þó hafa fengist um hvað það þýddi. Það sem hann sagðist hafa tekið frá fundinum, var að ríkisstjórnin hefði mögulega verið að undirbúa þingmennina fyrir að aðstæður gætu breyst á mjög skömmum tíma. Richard Blumenthal, þingmaður Demókrataflokksins, segir lítið sem ekkert nýtt hafa komið fram á fundinum. Hann lýsti yfir furðu sinni á því að allir öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna hefðu verið fluttir í Hvíta húsið fyrir þennan fund.
Norður-Kórea Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira