Erlent

Ætlar að fækka friðlöndum

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við undirskriftina í dag.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, við undirskriftina í dag. Vísir/EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifaði í dag undir forsetatilskipun sem heimilar innanríkisráðuneytinu að finna friðlönd í Bandaríkjunum sem hægt er að affriða. Tilskipunin er liður í stærra verkefni forsetans að opna fyrir mögulega nýtingu lands sem er í eigu ríkisins. Að heimila námugröft, skógarhögg og annars konar iðnað.

Trump sagði fjölgun friðlanda undir forsetatíð Barack Obama hafa verið „alvarlega misnotkun“ á valdi ríkisins. Það hefði gert ríkinu kleift að „loka inni“ milljónir ekra lands og vatn.

„Í dag erum við að færa valdið aftur til ríkjanna,“ sagði Trump samkvæmt Reuters fréttaveitunni.

Um 30 friðlönd, sem voru stofnuð á síðustu 20 árum, verða tekin til skoðunar. Innanríkisráðuneytið mun svo leggja til hvort að affriða eigi svæðin eða jafnvel minnka þau. Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að hann muni leita álits heimamanna varðandi friðlönd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×