194 ríki hafa skrifað undir sáttmálann.
„Ég ætla ekki að segja forseta Bandaríkjanna; „Göngum frá Parísarsáttmálanum“,“ sagði Perry á ráðstefnu í New York í dag.
„Það sem ég ætla að segja er, að ég held að við þurfum að semja um hann aftur.“
Samkvæmt AFP fréttaveitunni fór Perry ekki nánar út í hvernig hann teldi að semja ætti aftur um Parísarsáttmálann. Hann sagði samt að Bandaríkin og Kína væru að hafa mikil áhrif og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hins vegar efaðist um aðgerðir Frakka og Þjóðverja.
Hann sagði Þjóðverja hafa tekið þá ákvörðun að hætta að notast við kjarnorku og nota eingöngu endurnýjanlegar orkulindir. Hins vegar hefðu útblástur þeirra aukist þar sem þeir væru farnir að brenna meira af kolum.
„Það sem ég vildi sagt hafa. ekki skrifa undir sáttmála og búast við því að við virðum hann ef þið ætlið ekki að taka þátt og standa við hann.“