Harðákveðinn Trump hlustar ekki á þjóðina Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 18:24 Bandaríkjaforseti getur neitað að staðfesta fjárlagafrumvörp. Nordicphotos/AFP Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52