Handbolti

Bjarki hafði hægt um sig í öruggum sigri í Ungverjalandi

Bjarki Már setti tvö í leiknum.
Bjarki Már setti tvö í leiknum. vísir/getty
Berlínarrefirnir unnu öruggan 30-25 sigur á Tatabanya í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins en gestirnir frá Þýskalandi náðu tökum á leiknum snemma leiksins og sigldu öruggum sigri heim.

Füsche sem vann þessa keppni fyrir aðeins tveimur árum byrjaði leikinn af krafti í Ungverjalandi og náði sex stiga forskoti með góðum sóknarleik í fyrri hálfleik, staðan 17-11 í hálfleik.

Tatanbanya náði aðeins að hægja á sóknarleik gestanna og saxa á forskotið í seinni hálfleik en þó ekki svo að forskot gestanna hafi einhvertíman verið í hættu í leiknum.

Hans Lindberg, hornamaðurinn kunnuglegi, var markahæstur í liði Berlínarrefanna með níu mörk en Bjarki komst á blað með tveimur mörkum í dag. Seinni leikur liðanna fer fram að viku liðinni í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×